Fréttir
07.09.2007 - Síðbúnar malbikunarmyndir
 

Fyrir nokkru bárust okkur myndir af malbikunarframkvæmdum framan við verslunina Við Voginn í júlí sl. Einhverra hluta vegna týndust þessar myndir hjá okkur og undirritaður var farinn að efast um að sjá þær nokkurn tíma aftur. Hinsvegar var undirritaður í venjubundinni tiltekt í tölvunni þegar hann fyrir algjöra slysni rambaði á myndirnar, guðs lifandi feginn að sjálfsögðu. Einhversstaðar hafið þið heyrt áður að betra sé seint en aldrei og verður þessum myndum því skellt hér inn, enda kannski dálítið kjánalegt að skrifa heillanga ræðu um myndirnar og birta þær síðan ekki.

Sá/þau sem sendu okkur myndirnar titluðu sig "Eðvald og allir í Við Voginn" og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir myndirnar. Þau vildu koma á framfærri kærri þökk til Malarvinnslunnar og hjálparsveina (myndir af hjálparsveinunum hér fyrir neðan).

ÓB




Þarna má sjá eina Djúpavogsbúann hjá Malarvinnslunni, Magnús Kristjánsson, með höfuðið upp fyrir húsþak




Glaðbeittir hjálparkokkar - Kristján Karlsson og Hreinn Guðmundsson


Kristján Ragnarsson - "Hjálparkokkur"


Stjáni og Hreinn að þakka fyrir malbikið (?)



Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.11:00:00
Hiti:4,5 °C
Vindátt:SSA
Vindhraði:9 m/sek
Vindhviður:12 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.11:00:00
Hiti:5,0 °C
Vindátt:ASA
Vindhraði:1 m/sek
Vindhviður:2 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.11:00:00
Hiti:5,5 °C
Vindátt:A
Vindhraði:4 m/sek
Vindhviður:6 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 20.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is