Fréttir
10.09.2007 - Föstudagsgátan - Ráðning
 

Á föstudaginn köstuðum við fram vísnagátu eftir Ingimar Sveinsson. Hún var svohljóðandi:

Gamall, enskur garpur lá, (látið ekki þjóðernið trufla ykkur)
með gróið sár á vinstri hendi.
Hann mælti; “Öllum illa brá
þá óður maður kuta renndi”.

IS

Nú birtum við ráðningu á vísu Ingimars, en það er vísa eftir þau Sæbakkahjón, Hrönn Jónsdóttur og Guðmund Gunnlaugsson. Vísan/ráðningin er svohljóðandi:

Inn við fjörð með Ó - i býr (nú væri gott að vera vel að sér í íbúaskrá ákveðins sveitarfélags)
innst í ljósi var það.
Oft um nætur drap ég dýr,
drótt til forna bar það.

HJ / GG

Vonandi hjálpar þetta ykkur að ráða gátuna.
Enn hvetjum við fólk til að senda lausnarorðið við vísu Ingimars á netfangið djupivogur@djupivogur.is

Texti: ÓB/BHG


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.11:00:00
Hiti:0,9 °C
Vindátt:N
Vindhraði:18 m/sek
Vindhviður:26 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.11:00:00
Hiti:0,6 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:6 m/sek
Vindhviður:15 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.11:00:00
Hiti:1,5 °C
Vindátt:SSA
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:10 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 28.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is