Fréttir
11.09.2015 - Áfangastaðurinn Austurland - málstofa
 

Þann 3. október kl. 10:00-16:00 verður haldin opin málstofa um þróun Austurlands sem áfangastaðar í menningarmiðstöðinni Sláturhúsinu á Egilsstöðum.

Þar gefst einstakt tækifæri til að taka þátt í að móta framtíðarsýn fyrir áfangastaðinn, áherslur og verkfæri.

Það er mikilvægt að íbúar í Djúpavogshreppi, sem og öðrum sveitarfélögum, verði sýnilegir og láti í sér heyra.

 


Áfangastaðurinn Austurland er verkefni sem snýst um að þróa/hanna áfangastaðinn Austurland. Sveitarfélögin í landshlutanum hafa gert
samkomulag um að skapa jarðveg og aðstæður til verksins.

Markmið verkefnisins er að styrkja aðdráttarafl og samkeppnishæfni Austurlands, gera áætlun til lengri tíma með áherslu á
sjálfbæran og arðbæran vöxt ferðaþjónustu og skapandi greina. Áherslan er einnig á svæðisskipulag sem og velferð
sveitarfélaganna og íbúa þeirra.

Verkefninu er ætlað að vera samfélagsátak og skapa ramma fyrir þróun áfangastaðarins Austurlands. Öllum er boðið að að taka þátt í verkefninu. Aðferðir sem verða notaðar hafa það að markmiði að móta stefnuna í sameiningu, skapa umræðu og miðla öllu
þróunarferlinu meðan á verkefninu stendur.

Verkefnið um Áfangastaðinn Austurland var sett af stað að frumkvæði Ferðamálasamtaka Austurlands en er stýrt af Austurbrú.

 

Skráning: Lára Vilbergsdóttir, lara@austurbru.is

Spurningar: María Hjálmarsdóttir, maria@austurbru.is, tel: 470 3826 / 848 2218

 

 

 

ED


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.12:00:00
Hiti:1,5 °C
Vindátt:N
Vindhraði:10 m/sek
Vindhviður:21 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.12:00:00
Hiti:1,1 °C
Vindátt:N
Vindhraði:7 m/sek
Vindhviður:10 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.12:00:00
Hiti:1,7 °C
Vindátt:V
Vindhraði:9 m/sek
Vindhviður:14 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 29.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is