Fréttir
14.09.2015 - Frá Djúpinu, frumkvöðlasetri
 

Djúpið frumkvöðlasetur opnaði á Djúpavogi þann 1. nóvember 2014.

Það er samstarfsverkefni Austurbrúar, Afls starfsgreinafélags, Björgunarsveitarinnar Báru á Djúpavogi og Djúpavogshrepps. Í Djúpinu eru leigð út skrifborð í mjög svo notalegu umhverfi sem hönnunarstúdíóið Grafít hannaði. Fundaraðstaða er góð og aðgangur að kaffistofu á staðnum. Frumkvöðlar, sprotafyrirtæki eða einstaklingar í nýsköpun geta fengið leigð skrifborð og fjarnemum er einnig frjálst að nýta aðstöðuna.

Djúpið er kjörinn staður fyrir myndun tenglsanets þar sem sköpunarkrafturinn fær að njóta sín. Auk aðstöðunnar í Djúpinu veitir Austurbrú þjónustu í formi ráðgjafar, aðstoðar við gerð styrkumsókna eða ráðlegginga við að móta hugmyndir sínar.

Áhugasamir hafi samband við undirritaða.

Katrín Reynisdóttir
Verkefnastjóri
katrin@austurbru.is • 470 3870 • 853 7765

 

 

 


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.08:00:00
Hiti:0,8 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:17 m/sek
Vindhviður:24 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.08:00:00
Hiti:0,4 °C
Vindátt:N
Vindhraði:4 m/sek
Vindhviður:9 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.08:00:00
Hiti:0,3 °C
Vindátt:V
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:4 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 29.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is