Fréttir
16.09.2015 - Dagur íslenskrar náttúru
 

Í dag er dagur íslenskrar náttúru.

Þann 16. september 2010, á 70 ára afmæli Ómars Ragnarssonar, var ákveðið að sá dagur yrði upp frá því tileinkaður íslenskri náttúru. Felst í þessu viðurkenning á framlagi Ómars til náttúruverndar og almenningsfræðslu um mikilvægi íslenskrar náttúru sem og allra þeirra sem lagt hafa sitt af mörkum til að fræða um íslenska náttúru. Markmiðið með degi íslenskrar náttúru er að beina sjónum landsmanna að hinni einstöku náttúru landsins, gögnum hennar og gæðum.

Hvers vegna dagur íslenskrar náttúru?

Íslensk náttúra er einstök. Hvergi í heiminum er álíka fjölbreytni í jarðmyndunum sem mótaðar eru af samspili eldvirkni og jökla og hvergi er sama tegundasamsetning lífvera. Loftið er tiltölulega tært, vatnið hreint og enn eru til nokkurn veginn ósnortin víðerni, en slík svæði verða sífellt vandfundnari í þéttbýlum heimi. Náttúruöflin móta land og landslag og eru grunnur vistkerfa sem lífverur flétta saman og fólk lifir á og nýtir. Íslendingar bera ábyrgð, bæði gagnvart öðrum Jarðarbúum og komandi kynslóðum, á því að vernda þau verðmæti sem íslensk náttúra býr yfir.

Sjá meira um Dag íslenskrar náttúru hér og hér.

Einnig stendur Vatnajökulsþjóðgarður fyrir fjölda viðburða í tilefni dagsins.

 


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.13:00:00
Hiti:1,3 °C
Vindátt:N
Vindhraði:16 m/sek
Vindhviður:24 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.13:00:00
Hiti:0,9 °C
Vindátt:N
Vindhraði:8 m/sek
Vindhviður:16 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.13:00:00
Hiti:2,1 °C
Vindátt:SA
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:9 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 28.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is