Fréttir
14.09.2007 - Viðbrögð Djúpavogsbúa við mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar
 

Fjölmiðlafárið hér á Djúpavogi virðist engan endi ætla að taka. Við á heimasíðunni erum búin að vísa í fjöldamörg sjónvarps- og útvarpsviðtöl við Djúpavogsbúa sl. mánuði eins og lesendur hafa væntanlega ekki farið varhluta af. Nú síðast í gær mætti Edda Óttarsdóttir, fréttaritari svæðisútvarps Austurlands, hingað á Djúpavog og tók viðtal við Ella og Bigga í Ósnesi um mótvægisaðgerðir ríkisstjórnar við skerðingu þorskkvóta.

Viðtalinu var sjónvarpað í kvöldfréttum sjónvarps í gær og fréttina má nálgast með því að smella hér .

Ekki nóg með það. Ásgrímur Ingi Arngrímsson sló í gær á þráðinn til Bj. Hafþórs Guðmundssonar, sveitarstjóra Djúpavogshrepps og formanns Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, til að kanna viðbrögð hans við mótvægisaðgerðum ríkisstjórnar.

Viðtalinu við Hafþór var útvarpað í svæðisútvarpi Austurlands í gær og má nálgast það með því að smella hér . Við getum ekki vísað beint í viðtalið, heldur einungis þáttinn sjálfan og því verða lesendur að "spóla" vel inn í miðjan þáttinn til að heyra viðtalið.

ÓB


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.22:00:00
Hiti:1,0 °C
Vindátt:S
Vindhraði:2 m/sek
Vindhviður:3 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.22:00:00
Hiti:1,1 °C
Vindátt:SSA
Vindhraði:2 m/sek
Vindhviður:4 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.22:00:00
Hiti:0,7 °C
Vindátt:ANA
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:5 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 19.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is