Fréttir
14.09.2007 - Fyrsti snjórinn
 

Fyrsti snjór haustsins lét á sér kræla í gær. Það var nú reyndar ekki snjór í byggð, en snjóað hafði í fjöll. Á myndunum fyrir neðan má sjá tvær myndir sem teknar voru í gær þegar fréttamaður tók eftir hvítunni í fjöllunum. Svo eru þrjár myndir sem teknar voru snemma í morgun. Það er búið að vera ansi haustlegt hér á Djúpavogi síðustu daga. T.a.m. var 2ja stiga hiti og norðangarri þegar undirritaður vaknaði í morgun. En nú eftir hádegi er búið að vera ágætasta veður; sól en þó kalt, um 7 stiga hiti. Það hefur þó hlýnað það mikið að snjórinn sem var búinn að koma sér fyrir í morgun er horfinn. En þetta er góð vísbending um að stutt sé í veturinn á landinu bláa.

ÓB


Þessi mynd var tekin seinnipartinn í gær.


Úfinn Berufjörðurinn og þarna má sjá glitta í hvítuna efst í fjöllunum


Þessi mynd var tekin stuttu fyrir átta í morgun. Ansi haustlegt um að litast


Búlandstindurinn kuldalegur


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.08:00:00
Hiti:-0,1 °C
Vindátt:VNV
Vindhraði:1 m/sek
Vindhviður:2 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.08:00:00
Hiti:-0,7 °C
Vindátt:N
Vindhraði:4 m/sek
Vindhviður:5 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.08:00:00
Hiti:-0,4 °C
Vindátt:SSV
Vindhraði:1 m/sek
Vindhviður:2 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 19.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is