Fréttir
17.09.2007 - Bréf til lesenda
 

Góðir lesendur

Með bréfi þessu vill undirritaður koma eftifarandi á framfæri:

Umsjónarmenn heimasíðu Djúpavogs vilja hvetja fólk eindregið til að senda inn ábendingar um fréttir, myndir og annars konar efni sem gæti sómt sér vel á heimasíðu Djúpavogshrepps. Gamlar myndir sem og nýjar eru vel þegnar.

Fólk er hvatt til að senda inn ábendingar um atburði sem hægt væri að setja inn í atburðardagatal. Það er alltof mikið af atburðum sem fara framhjá umsjónarmönnum og eru þar af leiðandi ekki skráðir inn á dagatalið.

Það er í vinnslu að hafa lið á heimasíðunni sem kæmi til með að heita pistlar. Ef ykkur liggur eitthvað á hjarta þá endilega sendið okkur pistil og við birtum hann (eftir ritskoðun) á heimasíðunni.

Umræðuvefurinn er einhverra hluta vegna lítið notaður. Umsjónarmenn heimsíðunnar vilja hvetja fólk til þess að nota þennan vef meira, enda ættu þarna að geta sprottið upp skemmtilegar umræður um nánast hvað sem er. Eins og staðan er núna eru rúmlega 40 notendur skráðir á umræðuvefinn en eingöngu brot af þeim eru virkir í spjalli. Við skulum
endilega reyna að nota þennan skemmtilega vettvang til að skapa skemmtilegar umræður. Umræðuvefinn má nálgast á forsíðu vefsíðu Djúpavogshrepps eða á slóðinni http://www.djupivogur.is/spjall

Efni til innsendingar má senda á netfangið djupivogur@djupivogur.is

 

Virðingarfyllst

Ólafur Björnsson
Vefstjóri

Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.02:00:00
Hiti:2,2 °C
Vindátt:S
Vindhraði:8 m/sek
Vindhviður:11 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.02:00:00
Hiti:1,3 °C
Vindátt:Logn
Vindhraði:0 m/sek
Vindhviður:4 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.02:00:00
Hiti:2,3 °C
Vindátt:A
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:5 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 20.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is