Fréttir
30.09.2015 - Áfangastaðurinn Austurland - á laugardaginn
 

Laugardaginn næstkomandi, 3. október, verður haldin opin málstofa um hönnun Austurlands sem áfangastaðar í menningarmiðstöðinni Sláturhúsinu á Egilsstöðum kl. 10:00-16:00. 

 

Nú fjölgar ferðamönnum á Íslandi verulega ár frá ári og með væntalegri beinni tengingu Austurlands við Bretland, um flugvöllinn á Egilsstöðum næstkomandi sumar, er von á að ferðamönnum hér á Austurlandi fjölgi verulega. 

Á málstofunni gefst íbúum Austurlands og fyrirtækjum einstakt tækifæri til að taka þátt í að móta framtíðarsýn fyrir áfangastaðinn, áherslur og verkfæri.

Sjá nánar um dagskrá málstofunnar hér að neðan og um verkefnið í heild hér.

 

Málstofan er ókeypis og öllum opin. Athugið að hún er alls ekki eingöngu ætluð ferðaþjónustuaðilum.

Það er mikilvægt að íbúar í Djúpavogshreppi, sem og öðrum sveitarfélögum, mæti og hafi áhrif á þróun Austurlands sem áfangastaðar.

 

Síðasti frestur til að skrá sig er á fimmtudagskvöld. Skráningar sendist á: lara@austurbru.is  

 


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.02:00:00
Hiti:2,0 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:16 m/sek
Vindhviður:20 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.02:00:00
Hiti:1,6 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:5 m/sek
Vindhviður:10 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.02:00:00
Hiti:1,7 °C
Vindátt:VNV
Vindhraði:2 m/sek
Vindhviður:6 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 29.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is