Fréttir
05.10.2015 - Rúllandi snjóbolti hlaut menningarverðlaun SSA 2015
 

Á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, sem haldinn var hér á Djúpavogi um helgina, voru hin árlegu menningarverðlaun SSA veitt. Verðlaunin eru veitt einstaklingi, stofnun eða samtökum á Austurlandi sem viðurkenning fyrir eftirtektarvert framtak á sviði lista og menningar á liðnu ári (starfsári SSA). Hlutverk verðlaunanna er einnig að vera almenn hvatning til eflingar menningar- og listastarfs í landshlutanum. Verðlaunin hafa verið veitt síðan 1999. Meðal viðburða sem hafa hlotið viðurkenninguna má nefna LUNGA, Bræðsluna, Hammondhátíð, Eistnaflug, Bláu kirkjuna og Djasshátíð Egilsstaða. Í fyrra fékk Franski spítalinn á Fáskrúðsfirði verðlaunin.

Í ár var það myndlistarsýningin Rúllandi snjóbolti sem hlaut verðlaunin. Þessi glæsilega sýning var haldin annað árið í röð á liðnu sumri í bræðslunni á Djúpavogi og tókst sérstaklega vel og var gífurlega vel sótt. Það var Alfa Freysdóttir, verkefnisstjóri Rúllandi snjóbolta sem tók á móti verðlaununum, krónum 250.000 og heiðursskjali.

Við óskum Ölfu og öllum þeim sem standa að þessari glæsilegu sýningu innilega til hamingju með viðurkenninguna.

Umfjöllun og myndir frá Rúllandi snjóbolta má skoða með því að smella hér.

ÓB

 


Alfa Freysdóttir tekur við verðlaununum úr hendi Sigrúnar Blöndal, formanns SSA.


 


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.05:00:00
Hiti:3,8 °C
Vindátt:S
Vindhraði:7 m/sek
Vindhviður:10 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.05:00:00
Hiti:1,9 °C
Vindátt:V
Vindhraði:2 m/sek
Vindhviður:3 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.05:00:00
Hiti:3,7 °C
Vindátt:ANA
Vindhraði:4 m/sek
Vindhviður:7 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 20.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is