Fréttir
22.12.2015 - Fréttir og jólakveðja úr Djúpinu
 

Frá því 7. apríl 2015 hefur verið fastur starfsmaður í Djúpinu á starfsstöð Austurbrúar á Djúpavogi. Eitt af því sem hefur áunnist við opnun nýrrar starfsstöðvar á Djúpavogi er að grunnskólinn á staðnum losnaði við alla umsýslu vegna prófa fjarnema. Sú umsýsla sem lenti áður á herðum starfsmanna skólans var orðin ærin. Frá 1.-18. des voru 35 próf undirbúin í Djúpinu, en 32 tekin próf til 18. des. Ekki er vitað til annars en að nemendum hafi líkað aðstaðan í Djúpinu við próftökuna. Sumir vissu ekki af aðstöðunni og geta jafnvel hugsað sér að nýta hana í næstu framtíð við heimanám. Því ber að fagna enda töluverður fjöldi einstaklinga sem búsettir eru á Djúpavogi í fjarnámi. Það er virkilega jákvætt þegar góð námsaðstaða er til staðar fyrir heimamenn og ekki allir sem hafa ró og frið til þess að sinna námi sínu heima við. Við vonum bara að framhald verði á og fleiri sjái sér hag í því að nýta Djúpið.

Undirrituð þakkar nemendum fyrir komuna og óskar þeim gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.


Kær kveðja, 
Katrín Reynisdóttir
Verkefnastjóri
katrin@austurbru.is • 470 3870 • 853 7765

 


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.13:00:00
Hiti:4,8 °C
Vindátt:VNV
Vindhraði:5 m/sek
Vindhviður:8 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.13:00:00
Hiti:4,0 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:4 m/sek
Vindhviður:6 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.13:00:00
Hiti:4,0 °C
Vindátt:V
Vindhraði:9 m/sek
Vindhviður:12 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 16.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is