Fréttir
10.01.2016 - Þrektímar hjá Gretu Mjöll
 

Nú er kominn gleðilegur janúar og hvað er betra en að hreyfa sig í góðum félagsskap og koma sér í form?

Ég er byrjuð að taka við skráningum í styrktar/þrektíma sem munu hefjast 11.janúar. Þrekhringurinn verður góð leið fyrir alla, byrjendur og lengra komna, til að styrkja sig og bæta almenna hreysti.

Boðið verður upp á þrjá tíma í viku.

Mánudaga kl 17:30, miðvikudögum kl 6:30 og föstudögum kl 6:30 og 60 mínútur í senn (tveir morgnar og eitt kvöld).

9.bekkur hefur tekið að sér að bjóða upp á barnapössun í mánudagstímunum sem fjáröflunarleið gegn vægu gjaldi.

Verð á mánuði (fyrir 4 vikur) í þrekhringinn er 6000kr fyrir þrjá tíma í viku, 4000kr fyrir tvo og 2000 fyrir einn tíma.

Athugið að það þarf að greiða sérstaklega fyrir aðgang að salnum eins og vanalega.

Til að skrá sig eða fá frekari upplýsingar sendið tölvupóst til mín gretamjoll@djupivogur.is eða í síma 697-5853.

Hlakka til að sjá ykkur sem flest:) Kveðja,

Greta Mjöll
Íþróttaþjálfari Neista


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.05:00:00
Hiti:1,8 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:17 m/sek
Vindhviður:23 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.05:00:00
Hiti:0,6 °C
Vindátt:N
Vindhraði:5 m/sek
Vindhviður:9 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.05:00:00
Hiti:1,2 °C
Vindátt:V
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:7 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 29.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is