Events
31.01.2016 - Kynningardagurinn í íþróttamiðstöðinni og Riff í Löngubúð

Kynningardagur félaga, samtaka, fyrirtækja og frumkvöðla í Djúpavogshreppi

kl. 15:00-17:00 í íþróttamiðstöð Djúpavogshrepps

Í Djúpavogshreppi er fjölbreytt flóra félaga, fyrirtækja og frumkvöðla. Virkni og starfssemi er misjöfn og kannski þörf á samstarfsaðilum, sjálfboðaliðum eða fleiri þátttakendum til að efla megi starfssemina hvort sem um ræðir félagasamtök, fyrirtæki eða frumkvöðlarekstur.

Langar þig að kynna starfsemi þíns félags, fyrirtækis eða þinna samtaka?

Vantar þátttakendur í þín samtök eða þitt félagastarf?

Vantar fólk í stjórn í þitt félag?

Langar þig að stofna nýtt félag eða samtök td. leikfélag, framfarafélag, stjörnuskoðunarfélag eða eitthvað allt annað?

...ef svo er, þá skaltu skrá þig, þitt félag, þín samtök eða þitt fyrirtæki/rekstur og taka þátt! Ávinningurinn gæti verið nýir félagar, ný sambönd, aukin sala, meiri skilningur og pottþétt skemmtilegur dagur fyrir alla íbúa Djúpavogshrepps.

Kynningin verður kl. 15:00-17:00 sunnudaginn 31. janúar. Þátttakendur mæta kl. 14:00 til að stilla upp í íþróttasalnum. Lítil borð verða á staðnum en frekari innréttingar (borð, stólar, skilti, tölvur eða annað) þurfa þátttakendur að koma með sjálfir eða panta aukalega. Hvert borð verður merkt þátttakanda.

Félög og samtök geta nýtt sér þetta tækifæri til fjáröflunnar með sölu á kaffi, veitingum, happadrætti eða öðru.

Smáfyrirtæki, handverksfólk og listamenn eru hvattir til að kynna vinnuna á bakvið verk sín og starfsemi.

 

Þátttökugjald er kr. 1.000,-  og leggist inn á reikning Djúpavogshrepps fyrir 26. janúar:

Kt. 570992-2799. Reikningsuppl. 0169-26-2799.

 

Frekari upplýsingar og skráning hjá Ágústu Margréti Arnardóttur

sími 863-1475 eða agusta@arfleifd.is

Athugið að skráningu lýkur 25. janúar.

 

 

 

Íslenskar stuttmyndir af kvikmyndahátíðinni Riff í Löngubúð kl. 20:00.

Kostar aðeins kr. 500,- inn.

 

Regnbogapartý

Eva Sigurðardóttir

Soffía er 14 ára stelpa sem er lögð í einelti og þráir ekkert heitar en að falla í hópinn. Hún tekur afgerandi skref til þess að ná markmiði sínu en það hefur meiri áhrif en hana hafði grunað.

 

Zelos

Þóranna Sigurðardóttir

María er kappsfull kona á fertugsaldri. Hún tekur upp á því að panta sér Zelos klón undir því yfirskyni að það nýtist til húsverka og skapi þannig meiri tíma í faðmi fjölskyldunnar. Hún vill ekki síður standast samkeppni við vinkonu sína Ari sem virðist lifa fullkomnu lífi.

 

Babel hf.

Smári Gunnarsson

Framkvæmdastjórinn fær þrjá af sínum bestu mönnum til að takast á við erfitt verkefni fyrir einn stærsta viðskiptavin þeirra. Skilja þeir óskir yfirmannsins? Skilja þeir hvorn annan? Skilja þeir lausnina?

 

 

Eyðimerkurspjall

Ferrier Aurèle

Myndbandsverk byggt á samnefndri umræðuröð. Gestirnir velja áfangastað eða slóða í samstarfi við leikstjórann. Þar ræða þeir hugtökin eyðimörk og tómleika.

 

Pynding.avi

Dan Nicholls

Karen er fórnarlamb þriggja mannræningja sem taka upp myndband þar sem þeir krefjast lausnargjalds fyrir hana. Karen notar vitsmuni sína til þess að grafa undan sambandi þríeykisins, sem þegar stendur á brauðfótum.

 

Innflytjandi

Einar Erlingsson & Jón Bragi Pálsson

Stúlka frá Mið-Austurlöndum skrifar föður sínum bréf. Frásögn stúlkunnar fer fram á Farsí og segir frá degi í lífi hennar í nýjum og frábrugðnum heimi.

 

Bræður

Þórður Pálsson

Chris er sextán ára. Líf hans tekur beygju þegar stúlka utan af landi kemur óvænt inn í líf hans. En skapstór bróðir hans, David, á eftir að koma þeim í vandræði enn einu sinni.

 

Narrative conflict

Jónas Haux

Sögumaður reynir að segja hér sögu feimins manns sem manar sig upp í að bjóða konu á stefnumót. Málin flækjast þegar annar
sögumaður er kynntur til leiks sem hefur í hyggju að breyta sögunni, söguhetjum og sviðsetningu.

 

 

Meira um Riff

Til baka

Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.11:00:00
Hiti:0,9 °C
Vindátt:N
Vindhraði:18 m/sek
Vindhviður:26 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.11:00:00
Hiti:0,6 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:6 m/sek
Vindhviður:15 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.11:00:00
Hiti:1,5 °C
Vindátt:SSA
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:10 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 28.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is