Fréttir
27.01.2016 - Hringvegur um Berufjarðarbotn
 

Stefnt er að því að bjóða út vegagerð um Berufjarðarbotn á þessu ári en þungi framkvæmda yrði þá árin 2017 og 2018, þetta er skilyrt því að fé fáist til framkvæmdanna. Í verkinu felst smíði nýrrar brúar. Að þessar vegagerð lokinni verður unnt að aka hringinn í kringum Ísland á bundnu slitlagi, þó ekki á Hringveginum sjálfum heldur með því að fara fjarðaleiðina á Austfjörðum.

Lýsing á verkinu:
Fyrirhuguð vegagerð fyrir Berufjarðarbotn er 4,9 km löng með 50 m langri nýrri brú og auk þess 1,6 km af nýjum heimreiðum.

Verkið felst í meginatriðum í eftirfarandi:

  • Gerð nýs Hringvegar á 2,9 km löngum kafla norðan við og innst í Berufirði neðan við bæina Hvannabrekku og Berufjörð. Hluti þess kafla, 0,5 km langur, liggur um leirur og verður umflotinn sjó og er dýpsti állin þar um 5 m djúpur.
  • Endurgerð Hringvegar á 2,0 km löngum kafla sunnan fjarðarins.
  • Gerð 1,6 km langra héraðsvega, sem verða heimreiðar að bæjunum Hvannabrekku og Berufirði.
  • Smíði nýrrar brúar á leirunum yfir Berufjarðará og sjávarföll, sem verður 50 m löng steypt eftirspennt bitabrú í tveimur 25 m löngum höfum. Hún verður með 9,0 m breiðri akbraut og 0,5 m breiðum bríkum. Heildarbreidd brúarinnar er 10,0 m
  • Hringvegur verður lagður samkvæmt vegtegund C8 og verður því 8 m breiður og héraðsvegirnir verða 4 m breiðir samkvæmt vegtegund C4.

Hinn nýi vegarkafli, sem liggur yfir leirurnar, mun tengjast núverandi Hringvegi og Axarvegi með T-vegamótum, þannig að endurgerður Hringvegur sunnan fjarðar og Axarvegur eru tengdir beint.

Jarðefnaþörfin er áætluð um 255 þúsund rúmmetrar og þar af koma um 35 þúsund rúmmetrar úr skeringum verksins. Margar námur með nothæfu efni eru í boði á svæðinu.

Umhverfisáhrif verksins hafa verið metin og umferðaröryggi rýnt.

Fréttatilkynning af vegagerdin.is

 


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.01:00:00
Hiti:0,3 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:9 m/sek
Vindhviður:11 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.01:00:00
Hiti:0,8 °C
Vindátt:SSV
Vindhraði:2 m/sek
Vindhviður:4 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.01:00:00
Hiti:0,9 °C
Vindátt:VSV
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:3 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 18.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is