Fréttir
02.02.2016 - 42 próf tekin í Djúpinu í desember
 

Skv. frétt Austurbrúar um prófahald á starfsstöðvum stofnunarinnar tóku 15 nemendur samtals 42 próf í Djúpinu, starfsstöð Austurbrúar á Djúpavogi, í desember.

Mikið hefur færst í vöxt að íbúar Djúpavogshrepps stundi fjarnám frá hinum ýmsu skólum. Öll umsýsla þessara fjarprófa færðist í desember á síðasta ári úr grunnskólanum í Djúpið, enda umfangið orðið slíkt að starfsfólk grunnskólans var hætt að sjá fram úr að geta sinnt öllum þessum fjölda, svo vel væri. Því þótti það í lófa lagið að færa þessa umsýslu í Djúpið, enda endurmenntun stór hluti af stefnumörkun og starfssviði Austurbrúar.

Ekki er annað að heyra en að nemendur hafi verið mjög ánægðir með aðstöðuna í Djúpinu en Katrín Reynisdóttir, starfsmaður Austurbrúar á Djúpavogi, segir að fjöldi prófa hafi verið töluvert meiri en hún hafði búist við og þetta hafi því verið töluvert mikill pakki að taka við, en þeim mun skemmtilegri fyrir vikið.

Nánari útlistun á prófum á starfsstöðvum Austurbrúar má lesa hér.

ÓB


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.00:00:00
Hiti:2,2 °C
Vindátt:SSA
Vindhraði:4 m/sek
Vindhviður:6 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.00:00:00
Hiti:1,3 °C
Vindátt:SSA
Vindhraði:2 m/sek
Vindhviður:3 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.00:00:00
Hiti:2,4 °C
Vindátt:ANA
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:5 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 20.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is