25. janúar 2016

Fundur ferða- og menningarmálanefndar

Fundargerð 25. janúar 2016

Fundur var haldinn í ferða- og menningarmálanefnd
Mánudaginn 25. janúar kl. 15:00 að Bakka 1, Djúpavogi.

Fundinn sátu Erla Dóra Vogler, Rán Freysdóttir og Þorbjörg Sandholt, Þór Vigfússon var í símasambandi.

Liður 1
Erla gerir grein fyrir ferð sinni til Kaupmannahafnar á vinnufund norðurlandanets Cittaslow. Fundurinn var vel heppnaður og rætt var um Cittaslow skóla og möguleiki á samstarfi milli skóla í Cittaslow bæjarfélögum og jafnvel í skólaferðalög. Einnig var rætt um ungmennaráð norðurlandanets Cittaslow. Rætt var um möguleika á samstarfi í sambandi við Cittaslow sunnudaginn.

Liður 2
Rætt um ársfund norðurlandanets Cittaslow sem haldinn verður á Djúpavogi 24. – 27. maí. Hugmynd er að halda skipulagsfund fljótlega vegna þessa.

Liður 3
Rætt um bæklinga og kynningarefni sem þarf að endurútgefa fyrir vorið. Búið er að leita eftir tilboðum í hönnunina og ferðaþjónustuaðilar hafa fengið fundarboð vegna bæklingsins.

Liður 4
Rætt var um rekstur á upplýsingamiðstöð næsta sumar, opnunartíma og fleira. Upplýsingamiðstöðinn verður áfram staðsett í Sætúni og auglýsa þarf eftir starfsmönnum.

Liður 5
Rætt um skilti og merkingar sem þurfa að vera tilbúin fyrir sumarið. Merkja þarf WC betur við Samkaup.

Liður 6
Kynntar hugmyndir að breyttu skipulagi á Bakka fyrir sumarið.

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og honum slitið kl. 17:00
Ritari: Þorbjörg Sandholt


Til baka
Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.23:00:00
Hiti:2,0 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:16 m/sek
Vindhviður:21 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.23:00:00
Hiti:2,1 °C
Vindátt:N
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:9 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.23:00:00
Hiti:2,0 °C
Vindátt:VSV
Vindhraði:2 m/sek
Vindhviður:5 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 28.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is