Fréttir
21.09.2007 - Föstudagsgátan
 

Það voru hvorki fleiri né færri en enginn sem sendi inn svar við gátu Ingimars Sveinssonar frá 7. september sl.
Gátan var svohljóðandi

Gamall, enskur garpur lá,                (skar = hrumur maður)
með gróið sár á vinstri hendi.         (enska orðið scar = ör)
hann mælti; “Öllum illa brá
þá óður maður kuta renndi”.          (renndi kuta = skar (af sögninni að skera))


Hjónin í Sæbakka, Hrönn og Guðmundur, sendu okkur reyndar svar með annarri vísu. Það er því kannski ekki rétt að segja að enginn hafi svarað. Vísan var svohjóðandi:

Inn við fjörð með Ó - i býr = óskar
innst í ljósi var það. = skar í ljósi
Oft um nætur drap ég dýr, = skar hrúta
drótt til forna bar það. = skarlat

Lausnarorðið er semsagt skar.

----------------

Nú birtum við nýja gátu eftir Ingimar Sveinsson. Hún á að teljast í léttari kantinum og því vonumst við til að fá fleiri svör en við síðustu gátu. Lausnarorðið er hið sama í öllum línum. Gátan er svohljóðandi:

Felix veðrið sótti í sig,
svartur á Austurlandi.
Pirrar í tómri tunnu mig,
tryllist í þurrum sandi.


Lausnir berist á djupivogur@djupivogur.is eigi síðar en fimmtudaginn 27. september.



Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.07:00:00
Hiti:1,3 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:18 m/sek
Vindhviður:24 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.07:00:00
Hiti:-0,1 °C
Vindátt:N
Vindhraði:4 m/sek
Vindhviður:7 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.07:00:00
Hiti:0,0 °C
Vindátt:VSV
Vindhraði:2 m/sek
Vindhviður:5 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 29.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is