23. nóvember 2015

Fundur ferða- og menningarmálanefndar

Fundargerð 23. nóvember 2015

Fundur var haldinn í ferða- og menningarmálanefnd mánudaginn 23. nóvember kl. 15:00 að Bakka 1, Djúpavogi.

Fundinn sátu Erla Dóra Vogler, Hörður Þórbjörnsson, Þór Vigfússon og Þorbjörg Sandholt.

Liður 1
Rætt um kynningarmyndband sem Saga film gerði fyrir Icelandair og hægt er að horfa á í vélum þeirra. Sveitarfélögin á Austurlandi gerðu samning við Icelandair í gegnum Austubrú við Icelandair. Nefndin lýsir yfir óánægju með hvernig staðið var að gerð kynningarmyndbandsins og útkomu þess. Ferða- og menningarmálafulltrúi mun koma skoðun nefndarinnar til hlutaðeigandi aðila. Hægt er að skoða myndbandið hér: https://www.youtube.com/watch?v=mEh8fOGPi8g

Liður 2
Nefndin leggur til að sitjandi ferða- og menningarnefnd hvers tíma myndi stjórn Löngubúðar og því sem menningarhúsinu fylgir. Hún sé tengiliður við rekstraraðila Löngubúðar og stjórn Ríkarðssafns.

Liður 3
Nefndin lýsir yfir ánægju með gestalistamennina sem dvelja hér þessa dagana. Svein Erik og Marie Elisabeth stefna á að halda kynningu á vinnu sinni fimmtudaginn 26. nóvember í Löngubúð kl. 20:00.

Liður 4
Erla fer yfir styrkjamál, en hún vinnur að því þessa dagana að sækja um ýmsa menningarstyrki.

Liður 5
Erla gerir grein fyrir fundi sem haldinn var í Sviðslistamiðstöð Austurlands á Egilsstöðum í sláturhúsinu, með fulltrúum leikfélaga á Austurlandi. Stefnt er að því efla samstarf leikfélaga á Austurlandi.

Liður 6
Unnið úr athugasemdir frá opnum fundi um menningarstefnu Djúpavogshrepps og haldið áfram vinnu við mótum menningarstefnunnar.


Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og honum slitið kl. 17:15
Ritari: Þorbjörg Sandholt


Til baka
Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.11:00:00
Hiti:0,5 °C
Vindátt:N
Vindhraði:17 m/sek
Vindhviður:25 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.11:00:00
Hiti:0,6 °C
Vindátt:N
Vindhraði:6 m/sek
Vindhviður:9 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.11:00:00
Hiti:1,4 °C
Vindátt:SSV
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:5 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 29.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is