Fréttir
27.09.2007 - Forsíðan
 

Eins og einhverjir hafa eflaust tekið eftir er búið að gera nokkrar breytingar á forsíðu heimasíðunnar, þó aðallega í veftrénu vinstra megin. Búið er að endurraða, bæta við og taka út.

- "Eyðublöð" má nú nálgast beint úr veftrénu.

- "Símaskrá Djúpavogshrepps" er komin í tréð en hún var áður undir liðnum "Starfsmenn Djúpavogshrepps". Sá liður heitir núna "Starfsmenn".

- Búið er að bæta við "Fyrirtækjaskrá".

- Búið er að sameina liðina "Félög" og "Klúbbar" (sem áður var undir "Menningu") í nokkuð sem heitir "Félagasamtök". Þarna er stefnan að koma fyrir upplýsingum um öll félög í Djúpavogshreppi. Fólk er hvatt til að kíkja á þetta og endilega senda okkur upplýsingar um það sem vantar eða það sem má bæta.
Við viljum vekja athygli á fjölda af myndum úr ferðum "Ferðafélags Djúpavogs" sem hægt er að skoða á þeirra svæði.

- Síðast en ekki síst er það nýjasta viðbótin sem er næst neðst í trénu. Það er "Hafa samband" fítusinn sem undirrituðum finnst vera ómissandi á svona vefsíðum. Vonast er til að þetta eigi eftir að auka samskipti milli lesenda og stjórnenda. Þetta er vissulega þægilegra heldur en tölvupóstur og fljótvirkara. Þetta er til dæmis hægt að nota til að senda svar við vísnagátum, spurningum vikunnar og fleiru. Eins bara til að koma einhverju á framfæri, hvort sem það eru fréttir, viðburðir í viðburðadagatalið eða hvað annað. Fólk er hér með hvatt til að nota þessa nýjung.

- Svo viljum við að sjálfsögðu minna á spjallvefinn okkar.

ÓB

 


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.22:00:00
Hiti:1,0 °C
Vindátt:S
Vindhraði:2 m/sek
Vindhviður:3 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.22:00:00
Hiti:1,1 °C
Vindátt:SSA
Vindhraði:2 m/sek
Vindhviður:4 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.22:00:00
Hiti:0,7 °C
Vindátt:ANA
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:5 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 19.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is