Events
17.06.2016 - Þjóðhátíðardagur Íslendinga

Dagskrá 17. júní í Djúpavogshreppi 2016

 

13:00

Bæjarbúar hittast við grunnskóla Djúpavogs. Hvetjum alla til að mæta í litríkum og skemmtilegum búningum eða okkar hefðbundna fallega þjóðbúning og spariklædd.

Íslenski fáninn og veifur verða seldar við grunnskóla.

 

13:30

Skrúðganga frá grunnskóla að Neistabrekku.

 

14:00

Leikið á „Samverusvæði“, fjallkona,

barnatónleikar, andlitsmálning,

leikir, þrautir og skemmtun.

Fótbolti - fullorðnir á móti börnum.

Varningur, veitingar og kaffi til sölu á vegum Neista

 

16:30- 18:00

PÁSA

 

18:00

Grill, gleði og gaman á „samverusvæði“.

Grill verður á staðnum en hver og einn kemur með sitt á grillið.

 

20:00

Varðeldur við þrettándabrennustæðið við slökkvistöðina.

Fjöldasöngur og gleði.

Þeir sem eiga gítar eða önnur hljóðfæri eru hvattir til að mæta með þau.

 

21:00

Formlegri dagskrá lokið

 

22:00

Fjörugt og skemmtielgt PUB QUIS fyrir eldri kynslóðina í Löngubúð.

 

 „Samverusvæði“

Hvert hverfi fær úthlutað svæði á þríhyrnda túninu milli slökkvistöðvar og fótboltavallar

til að skreyta og skapa með þetta að leiðarljósi:

 „Leikir, þrautir og sköpun, náttúru- og endurnýting“

Auk þess má hver og einn að sjálfsögðu skreyta heimili sitt og hverfi.

Samverusvæðið má skreyta 16. júní þegar hverfunum hentar.

 

„Eggið“

Bæjarbúar búa til egg. Einstaklingar eða í hóp.

Öll hráefni leyfileg, því náttúrulegri og endurnýttari því betra.

Eggin má svo setja í „hreiður“ á samverusvæði þar sem bæjarbúar geta skoðað.

 

ATH!

Margar hendur vinna létt verk.

Við óskum eftir því að GULA liðið skipuleggi og sjái um létta leiki fyrir 0-6 ára og að

APPELSÍNUGULIR OG BLEIKIR komi hvor um sig með 5 þrautir fyrir þrautabraut (hjólböruhlaup, eggjahlaup, hopp, skopp, kast og annað skemmtilegt sem hverfunum dettur í hug)

 

Fyrir hönd 17. júní-nefndar,

Ágústa Margrét Arnardóttir

Til baka

Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.11:00:00
Hiti:1,5 °C
Vindátt:NA
Vindhraði:6 m/sek
Vindhviður:8 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.11:00:00
Hiti:2,3 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:5 m/sek
Vindhviður:8 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.11:00:00
Hiti:2,7 °C
Vindátt:V
Vindhraði:7 m/sek
Vindhviður:15 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 18.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is