Fréttir
28.09.2007 - Föstudagsgátan
 

Það var töluvert meiri þátttaka í síðustu vísnagátu heldur en þeirri þar á undan. Nú svöruðu heilir tveir og báðir rétt.
Gátan, sem er eftir Ingimar Sveinsson, er svohljóðandi:

Felix veðrið sótti í sig, (fellibylurinn Felix)
svartur á Austurlandi. (svartbylur / blindbylur)
Pirrar í tómri tunnu mig, (bylur hátt í tómri tunnu)
tryllist í þurrum sandi. (sandbylur)
IS

Svarið við þessari gátu ku því vera bylur.



Nú birtum við nýja vísnagátu eftir Ingibjörgu Jónasdóttur á Runná. Hún er fjölfróð og allt að því göldrótt. Átti hún að öðrum ólöstuðum mestan þátt í að lið Helgafells vann spurningakeppni Umf. Neista s.l. vor.

Í vísunni er eitt (fremur stutt) lausnarorð í hverri línu (getur verið hluti af samsettu orði) og tekið fram að ekki er gerður greinarmunur á einföldum sérhljóða eða tvöföldum.

Fyrrum beinum flengdust á,
fjórum nú á hjólum.
Fætur sex á ferð um snjá,
fiskur á norður-bólum.

IJ


Svör berist á djupivogur@djupivogur.is   eigi síðar en fimmtudaginn 4. október
ÓB/BHG 


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.10:00:00
Hiti:0,5 °C
Vindátt:N
Vindhraði:20 m/sek
Vindhviður:27 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.10:00:00
Hiti:0,6 °C
Vindátt:N
Vindhraði:8 m/sek
Vindhviður:14 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.10:00:00
Hiti:1,5 °C
Vindátt:ANA
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:13 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 28.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is