Fréttir
01.10.2007 - Hverjar eru konurnar? - Svar
 

"Hann er vinsæll og veit af því..." sagði undirritaður um Andrés nokkurn Skúlason sem spurt var um hér fyrir nokkru því að margir sendu svör við þeirri spurningu. Það er þá spurning hvað má segja um yngismeyjarnar tvær sem spurt var um í síðustu viku því hvorki fleiri né færri en 20 sendu inn svör. Allir höfðu rétt fyrir sér. Þeir sem svöruðu voru:

Ingþór Sigurðarson
Magnús Kristjánsson
Gunnar Sigurðsson
Óskar Steingrímsson
Dvalarheimilið Helgafell
Þórir Stefánsson
Halla Eyþórsdóttir
Bj. Hafþór Guðmundsson
Jónína Guðmundsdóttir
Dröfn Freysdóttir
Magnús Hreinsson
Guðný Gréta og Hafliði
Guðný og Siggi í Vegamótum
Kristín Ásbjarnardóttir
Jóhanna Másdóttir
Kristján Karlsson
Margrét Ásgeirsdóttir
Hafdís Erla Bogadóttir
Gunnar Sigvaldason, Njáll Reynisson og Rafn Heiðdal (teljum þá samt bara sem einn)
Gistiheimilið Ásgarður (Reynir og Svandís)

Þær sem spurt var um eru systkinadæturnar Kolbrún Arnórsdóttir og Ásdís Þórðardóttir, dætur Þórðar og Kristborgar Snjólfsbarna frá Veturhúsum. Myndin er tekin uppúr 1960.

Við fengum mjög ítarlegt svar frá Gunnari, Njáli og Rabba sem var eitthvað á þessa leið:

Já góðan daginn!

Sko... Ég (Gunnar Sigvaldason) var nú ekki lengi að fatta rauða hárið á myndinni.... þar til ég sá að myndin er svarthvít. En mín ágiskun er sú að þetta sé Ásdís Þórðardóttir. Rabbi var aðeins á undan Njáli að segja að hin stelpan á myndinni væri Kolbrún Arnórsdóttir, en svo sagði Njáll að þetta væri hún Kolla og þá kom allt í ljós. Við segjum því að þetta séu þær Kolbrún Arnórsdóttir (til vinstri) og Ásdís Þórðardóttir (til hægri).

Samt spurning hvort þetta séu ekki bara Steinar Smári og Ingunn að leika sér við lömbin.

Í sambandi við lömbin. Efitr mikinn ágreining og uppþot höfum við komist að þeirri niðurstöðu að þetta sé hún Jórunn á vinstri hönd, systir Kösters og afabarn Skandala. Um hver á hægri hönd er ríkir ágreiningur. Annað hvort er þetta Abraham frá Kattholti eða Jóhannes langafi Loppu (kisunnar hans Gunnars), sem varð úti í miklum snjóbil langt fyrir aldur fram.

Bestu kveðjur til Djúpavogs

Gunnar Sigvaldason (Rafvirki)
Rafn Heiðdal Sigurbjörnsson (Aðstoðarmaður rafvirkja)
Njáll Reynisson (varaaðstoðarmaður rafvirkja)


--

Við þökkum fyrir góða þáttöku!

ÓB
 
 

Kolbrún Arnórsdóttir og Ásdís Þórðardóttir

Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.21:00:00
Hiti:1,9 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:15 m/sek
Vindhviður:21 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.21:00:00
Hiti:1,6 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:5 m/sek
Vindhviður:8 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.21:00:00
Hiti:2,9 °C
Vindátt:VNV
Vindhraði:2 m/sek
Vindhviður:7 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 28.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is