Fréttir
01.10.2007 - Ferðamálafundur
 

26. september sl. stóð ferða og menningarmálanefnd Djúpavogs fyrir fundi með ferðaþjónustuaðilum í sveitarfélaginu þar sem farið var yfir ferðasumarið 2007. Kristján Ingimarsson kynnti könnun sem gerð var meðal þeirra ferðamanna er gistu á tjaldstæðinu í sumar. Í könnuninni kom fram að þeir sem heimsækja Djúpavogshrepp virðast almennt nokkuð ánægðir með þá þjónustu og afþreyingu sem í boði er. Um 72% af þeim sem svöruðu könnuninni finnst náttúran og landslagið hér um slóðir vera áhugaverðast í sveitarfélaginu. Upplýsingar og þjónusta virðist hinsvegar vera það sem helst þarf að laga en um 44% svarenda nefndu þessi atriði og þar var opnunartími ýmissa fyrirtækja oftast nefndur. Könnunin verður nýtt til að bæta enn frekar aðstöðu fyrir ferðafólk og jafnframt verður hún endurskoðuð og lögð fyrir aftur á næsta ári. Þess má geta að nú þegar er farið að vinna í að bæta upplýsingar með með ýmsum hætti; skiltagerð, bæklingagerð o.m.fl.

Þeir ferðaþjónustuaðilar sem mættu á fundinn voru þokkalega ánægðir með sumarið en þegar á heildina er litið var það svipað og árið áður sem má teljast gott þar sem um samdrátt virðist vera á Austurlandi. Einnig kom fram að þeim ferðamönnum virðist vera að fjölga sem keyra sjálfir á eigin bílum eða bílaleigubílum, á kostnað þeirra sem koma í skipulögðum hópum.

Texti: KI
Mynd: AS



Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.16:00:00
Hiti:-0,4 °C
Vindátt:NA
Vindhraði:8 m/sek
Vindhviður:10 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.16:00:00
Hiti:0,3 °C
Vindátt:ASA
Vindhraði:5 m/sek
Vindhviður:7 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.16:00:00
Hiti:1,0 °C
Vindátt:ASA
Vindhraði:4 m/sek
Vindhviður:7 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 18.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is