Fréttir
23.05.2016 - Frá Neista: Vormót Neista í sundi
 

Nk. Laugardag verður vormót Neista í sundi haldið hér á Djúpavogi.

Skráning frá öðrum stöðum er góð og stefnir í skemmtilegt og gott mót.

Sem fyrr vantar sundkrökkunum og stjórn Neista aðstoð almennings og áhugasamra til að halda þetta mót, sem er eina Austfjarða mótið sem Neisti heldur og bíður heim á. Viljum við að sjálfsögðu gera sem allra best.

Á Djúpavogi er svo mörg systkyni (fá einbirni) að oft eru færri forráðamenn barna sem keppa en keppenda, sem þýðir að til að halda mótið þurfa bæjarbúar auk forráðamanna keppenda og stjórnar Neista að leggja hönd á plóg á þann hátt sem þeir geta.

Sem dæmi um verk eru: veitingasala, tímaverðir, dómarar, ræsar og þeir sem stilla upp og ganga frá.

Áhugasamir geta skráð sig og fengið frekari upplýsingar inn á opnu Neista síðunni á facebook eða hjá Ágústu Margréti Arnardóttur

Auk þess vekjum við athygli á hreyfivikunni sem fer fram frá deginum í dag til sunnudags.

Dagskráin er fjölbreytt og flott OG FYRIR ALLA :) (sjá neðst í þessari frétt).

Með ósk um frábær viðbrögð og með fyrirfram þökkum

Fyrir hönd sunddeildar og stjórnar Neista
Ágústa Margrét Arnardóttir

 

 


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.15:00:00
Hiti:2,1 °C
Vindátt:VSV
Vindhraði:1 m/sek
Vindhviður:2 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.15:00:00
Hiti:1,0 °C
Vindátt:SSA
Vindhraði:2 m/sek
Vindhviður:4 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.15:00:00
Hiti:1,3 °C
Vindátt:ANA
Vindhraði:1 m/sek
Vindhviður:3 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 19.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is