Events
26.05.2016 - Ársfundur Norðurlandanets Cittaslow og Hreyfivika

Ársfundur Cittaslow

Ársfundur Cittaslow, sem haldinn verður í Djúpavogskirkju, er opinn fyrir íbúa Djúpavogshrepps og fréttamenn kl. 9:00-11:00 fimmtudagsmorguninn 26. maí. Þarna munu sveitarfélögin halda kynningu á Cittaslow hjá sér eða sérstökum verkefnum sem eru í deiglunni undir merkjum Cittaslow. Við hvetjum alla sem komast á þessum tíma til að mæta.

Ársfundur Norðurlandanets Cittaslowsamtakanna verður haldinn hér í Djúpavogshreppi á miðvikudag og fimmtudag, 25.-26. maí.

Alls munu 12 manns frá Cittaslow sveitarfélögum í Danmörku, Noregi, Svíðþjóð og Finnlandi koma til Djúpavogshrepps. Farið verður með gestina um sveitarfélagið og þau kynnt fyrir hinum ýmsu verkefnum sem hér eru í gangi sem tengjast hugmyndafræði Cittaslow s.s. innleiðingu Cittaslow í Djúpavogsskóla og Stuðningsaðilum Cittaslow í Djúpavogshreppi.

Stuðningsaðilar Cittaslow í Djúpavogshreppi hvattir til að nota fundinn sem ástæðu til að gera þátttöku sína og tenginguna við Cittaslow meira áberandi.

 

Hreyfivika

Fimmtudagur
26. Maí


KL: 17:00.
Fjallganga
að Þjófaholu við
Flugustaði í Álftafirði.
Fjallageitin
Kristján Karlsson
“Stjáni” leiðir
hópinn og segir
sögu þessa merkilega
staðs. Lagt af
stað frá Við Voginn
kl.17.


KL: 20:00.
Sjósund með
Kötu Jóns.
Fyrir alla.
14 ára og yngri í
fylgd með fullorðnum.
Mæting við
Körin.

Til baka

Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.14:00:00
Hiti:1,7 °C
Vindátt:N
Vindhraði:15 m/sek
Vindhviður:22 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.14:00:00
Hiti:1,0 °C
Vindátt:N
Vindhraði:7 m/sek
Vindhviður:15 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.14:00:00
Hiti:2,4 °C
Vindátt:SA
Vindhraði:2 m/sek
Vindhviður:11 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 28.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is