Fréttir
15.08.2016 - Rúllandi snjóbolti/7, Djúpivogur
 

Nú fer að líða að lokum einnar flottustu og mest umtöluðu samtímalistasýningar landsins í sumar – Rúllandi snjóbolta/7, Djúpivogur – en síðasti opnunardagur er 21. ágúst. Þess vegna er um að gera að drífa sig í Bræðsluna og bera verkin augum. Sýningin er opin alla daga kl. 11:00-16:00 og aðgangur er ókeypis.

Gríðarleg aðsókn hefur verið á sýninguna síðan hún opnaði með pompi og pragt 2. júlí sl. og mjög vel er af henni látið, enda engin stærri samsýning listamanna í gangi á öllu landinu. Rjómi íslenskra og erlendra samtímalistamanna, 32 talsins, taka þátt í sýningunni:

 

Íslenskir listamenn

Berglind Ágústsdóttir / Dagrún Aðalsteinsdóttir / Ragnar Kjartansson /Sigurður Guðmundsson / Magnús Pálsson / Arna Óttarsdóttir / Hreinn Friðfinnsson / Kristján Guðmundsson / Þór Vigfússon / Hrafnkell Sigurðsson / Geirþrúður Finnbogadóttir Hjörvar / Árni Páll Jóhannsson / Ragna Róbertsdóttir / Rúrí / Rúna Þorkelsdóttir / Hekla Dögg / Ólöf Nordal / Finnbogi Pétursson / Egill Sæbjörnsson / Elín Hansdóttir / Margrét Blöndal / Olga Bergmann

 

Listamenn við Rijksakademie, Amsterdam í Hollandi
Juliaan Andeweg (NL) / Josefin Arnell (SE/NL) / Mercedes Azpilicueta (IT/AR/NL) / Pauline Curnier Jardin (FR) / Marije Gertenbach (NL) / Tamar Harpaz (IL/US) / Christine Moldrickx (DE) / Matthijs Munnik (NL) / Eva Spierenburg (NL) / Robbert Weide (NL)

 

Fésbókarsíða sýningarinnar.

 

 


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.11:00:00
Hiti:0,5 °C
Vindátt:N
Vindhraði:17 m/sek
Vindhviður:25 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.11:00:00
Hiti:0,6 °C
Vindátt:N
Vindhraði:6 m/sek
Vindhviður:9 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.11:00:00
Hiti:1,4 °C
Vindátt:SSV
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:5 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 29.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is