Fréttir
15.08.2016 - Galdur og Galdramál eftir Sögu Unnsteins í Tanknum
 

Sýningin 'Galdrar og Galdramál' er myndlistasýning í Tanknum á verkum Sögu Unnsteinsdóttur sem eru unnin úr gömlum bókum úr sveitarfélaginu. Sýningin opnaði mánudaginn 14. ágúst og stendur yfir út mánuðinn. Hún er opin daglega kl. 11:-16:00.

Þessi áhugaverða sýning er fyrsta formlega myndlistasýningin sem haldin er í Tanknum.

Allir velkomnir!

 

Frá Sögu Unnsteinsdóttur:
Ég hef áhuga á því hvernig hlutir geta veitt vísbendingar um fortíðina, borið vitni og sagt sögur. Í mörgum fræðigreinum eru hlutir og þeirra ásigkomulag oft tekið frekar til greina en sögur mannlegra vitna: brotinn bolli, blettur á mottu, rispa í borði, peysu sem vantar - þessir hlutir með sínum merkjum gefa rannsóknarmönnum oftar en ekki skýrari mynd til að
leysa ráðgátur og komast að sannleikanum.
Hlutir eru hlutlaus vitni, þeir eiga ekki að geta skrökvað... eða hvað? Í þessu verki eru einungis gamlir og endurnýttir hlutir, sem lánaðir eða gefnir voru, og sem allir hafa orðið vitni að einhverju. Það sem ég reyndi var að fá þá alla til að segja mér sögu og tala við hvor annan til að búa til einhverja sögu. Ég býð ykkur að rannsaka þá.
Hver er saga þessa gripa?
Hvað hafa þeir séð og hvað segja þeir?

 

Heimasíða Sögu Unnsteinsdóttur

 

Myndir frá sýningunni


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.05:00:00
Hiti:1,8 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:17 m/sek
Vindhviður:23 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.05:00:00
Hiti:0,6 °C
Vindátt:N
Vindhraði:5 m/sek
Vindhviður:9 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.05:00:00
Hiti:1,2 °C
Vindátt:V
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:7 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 29.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is