Events
16.09.2016 - Dagur íslenskrar náttúru - Söguspjall á Teigarhorni

Dagur íslenskrar náttúru verður að venju þann 16. september.

 

Íslensk náttúra hefur í gegn um tíðina verið alltumlykjandi í lífi íslensks almennings, haft bein áhrif á líf og störf fólksins í landinu og veitt innblástur fyrir hvers kyns listsköpun og afþreyingu.

Sögur af vættum sem búa í og vaka yfir íslenskri náttúru hafa ætíð verið ríkur þáttur í íslenskri menningu. Við þekkjum frásagnir af huldufólki og tröllum, fossbúum, nykrum, vatnavættum, sjávarverum og öðrum fyrirbærum sem sagt er að búi í íslenskri náttúru. Allt til okkar tíma hefur fólk séð móta fyrir andlitum og furðuverum í stokkum og steinum úfinnar íslenskrar náttúru og sögur af þeim hafa endurómað allt frá baðstofuloftum fyrri tíma til ferðamannahópa nútímans. Fyrir utan skemmtigildi þessara sagna hafa þær gegnt margþættu hlutverki, s.s. að koma í veg fyrir náttúruspjöll og að koma í veg fyrir að börn og fullorðnir færu sér að voða á hættulegum stöðum í íslenskri náttúru.

Þema Dags íslenskrar náttúru 2016 eru einmitt vættir sem búa í og vaka yfir náttúrunni okkar. Hugmyndin er að þeir fái okkur til að skoða náttúruna út frá nýju sjónarhorni um leið og þeir eru okkur hvatning til að vaka yfir landinu og vernda það. Þannig getum við lagt okkar lóð á vogarskálanar svo að landinu og náttúrunni verði skilað til næstu kynslóða í jafn góðu eða betra ástandi en það var þegar við tókum við því.

Í tilefni að degi Íslenskrar náttúru 16. september 2016 verður Söguspjall á Teigarhorni.
Geislasteinasafnið verður opið frá 10-12:00 og er fólk velkomið á staðinn til að segja sögur, lesa sögur og hlusta á sögur um vætti og íslenska náttúru. T.d. sögur um Goðsteina og goðin í Goðaborg, um Tröllkonuna Kápu í Kápugili, um svefngöngu Kristjáns bónda og fleira. Engar athyglisverðar sögur eiga að vera ósagðar.
Kaffi á könnunni.

 

Sævar Þór Halldórsson

Til baka

Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.04:00:00
Hiti:3,1 °C
Vindátt:SSV
Vindhraði:8 m/sek
Vindhviður:13 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.04:00:00
Hiti: °C
Vindátt:
Vindhraði: m/sek
Vindhviður: m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.04:00:00
Hiti:3,8 °C
Vindátt:A
Vindhraði:5 m/sek
Vindhviður:8 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 20.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is