Fréttir
13.09.2016 - Evrópsku menningarminjadagarnir - Fræðsluganga á Teigarhorni
 

 

Í tilefni Evrópsku menningarminjadaganna býður landvörður á náttúruvættinu og fólkvanginum að Teigarhorni gestum í fræðslugöngu laugardaginn 17. september kl. 10:00.

Teigarhornsjörðin var fornleifaskráð árið 2015 og þá voru skráðar 66 fornleifar. Gengið verður hring á svæðinu þar sem fjallað verður um nokkrar fornleifar og nýtingu þeirra minja. Fornleifaskráningin verður með í för og myndir og uppdrættir sýndir af minjunum. Í lok göngu verður stoppað hjá Weywadtshúsi sem er í eigu Húsasafns Þjóðminjasafns Íslands og sagt verður frá ábúendum og sögum tengdum þeim.

Gangan hefst kl 10:00 og tekur um það bil tvo tíma. Áhugasamir geta svo fengið að skoða geislasteinasafnið að Teigarhorni eftir göngu.

Viðburðurinn er ókeypis og eru allir velkomnir, göngustígurinn er nokkuð góður og slegin tún í kringum hann.



Evrópsku menningarminjadagarnir (European Heritage Days) eru haldnir ár hvert í þeim 50 löndum sem hlut eiga að Menningarsáttmála Evrópu allt frá Aserbæsjan til Portúlgals. Markmið þessara daga er að vekja athygli og áhuga á ríkri og fjölbreyttri menningu þeirra samfélaga sem byggja álfuna. Menningarminjadagarnir voru fyrst haldnir í Frakklandi árið 1985 og tóku fleiri lönd þátt strax ári seinna. Sjá http://www.europeanheritagedays.com  

Laugardaginn 17. september n.k. verður blásið til menningarminjadags hér á landi og boðið verður upp á fjölbreytta viðburði víðs vegar um land, sem tengjast á einn eða annan hátt mannífi og sögu fyrri tíma. Allir viðburðirnir eiga það sameiginlegt að vera í höndum fyrirmyndaraðila sem starfa með menningarminjar. Minjastofnun Íslands heldur utan um Evrópsku menningarminjadagana hérlendis.

 

Í fyrra tók Ísland þátt í fyrsta sinn fyrir alvöru og voru þá 17 viðburðir hringinn í kringum landið.

 

 


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.09:00:00
Hiti:0,5 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:19 m/sek
Vindhviður:25 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.09:00:00
Hiti:-0,5 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:9 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.09:00:00
Hiti:0,5 °C
Vindátt:VSV
Vindhraði:4 m/sek
Vindhviður:6 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 29.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is