Fréttir
08.11.2016 - Laus störf í Djúpavogshreppi
 

Í Djúpavogshreppi er samheldið og öflugt samfélag fólks sem kýs að búa í litlu sveitarfélagi úti á landi.

Umhverfisstefna sveitarfélagsins er metnaðarfull, náttúra þess einstök og möguleikar til útivistar og heilsuræktar fjölbreyttir.

Við erum stolt af því að vera eina Cittaslow sveitarfélagið í landinu. Markmið Cittaslow er að auka lífsgæði og ánægju fólks með því að veita hnattvæðingu, einsleitni og hraðaáráttu í borgum og bæjum nútímans viðnám.

Eftirfarandi störf eru auglýst til umsóknar:


Tónlistarkennari við Tónskólann
Tónskólinn auglýsir eftir tónlistarkennara í 50% starf frá 1. janúar 2017. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri, Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir í síma 470-8713 eða á skolastjori@djupivogur.is

Deildarstjóri við Tónskólann
Tónskólinn auglýsir eftir deildarstjóra í 100% starf frá 1. janúar 2017. Nánari upplýsingar í síma 470-8713 eða á skolastjori@djupivogur.is

Organisti og kórstjóri
Sóknarnefnd Djúpavogskirkju auglýsir eftir organista og kórstjóra fyrir Djúpavogskirkju og fleiri kirkjur í prestakallinu. Starfið er hlutastarf sem hefur undanfarin ár verið sinnt meðfram starfi við Tónlistarskóla Djúpavogs. Við Djúpavogskirkju er
virkur áhugamannakór sem æfir reglulega yfir vetrartímann og hefur verið duglegur að halda tónleika og fara í söngferðir. Launakjör eru skv. samningi FÍO. Frekari upplýsingar veitir Ásdís Þórðardóttir í síma 894-8919. Umsóknir sendist á formann
sóknarnefndar asdisth@eldhorn.is

Grunnskólakennari
Grunnskólinn á Djúpavogi óskar eftir að ráða kennara í 50% stöðu við kennslu í 3. bekk. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri, Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir í síma 470-8713 eða á skolastjori@djupivogur.is

Læknir
Heilbrigðisstofnun Austurlands óskar eftir að ráða lækni til starfa með aðalstarfsstöð á Heilsugæslustöðinni Djúpavogi og
sem jafnframt þjóni Breiðdalsvík og Stöðvarfirði. Umsóknarfrestur er til 15. nóvember 2016. Sjá nánar á www.hsa.is og starfsauglýsingavef ríkisins starfatorg.is. Nánari upplýsingar gefur Pétur Heimisson framkvæmdastjóri lækninga í síma 470-3052 og 860-6830, og í netfanginu petur@hsa.is.

Hjúkrunarfræðingur
Heilbrigðisstofnun Austurlands óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing á heilsugæslu HSA sem sinnir Djúpavogi, Breiðdalsvík og
Stöðvarfirði, ásamt nærsveitum. Umsóknarfrestur er til 10. nóvember 2016. Nánari upplýsingar gefur Nína Hrönn Gunnarsdóttir,
framkvæmdastjóri hjúkrunar í síma 470-3054 & 862-1030 og í netfangin ninahronn@hsa.is. Rafrænt umsóknarform er á vef HSA www.hsa.is. Sjá einnig www.starfatorg.is.

Deildarstjóri og leikskólakennari á leikskólann Bjarkatún
Leikskólinn Bjarkatún óskar eftir að ráða deildarstjóra á yngri barna deild og auk þess óskast leikskólakennari til starfa. Báðar stöður eru lausar frá 1. janúar 2017. Nánari upplýsingar gefur leikskólastjóri í síma 470-8720 og gudrun@djupivogur.is.

Við Voginn
Starfsmaður óskast til almennra þjónustustarfa í versluninni og veitingastaðnum Við voginn frá og með 1. janúar 2017. Starfshlutfall 80-100%. Unnnið er á vöktum. Laun skv. kjarasamningi. Viðkomandi þarf að búa yfir mikilli þjónustulund og
frumkvæði í vinnu, geta unnið sjálfstætt og í hóp. Jákvæðni og brosmildi eru skilyrði. Hvetjum heilsuhrausta karla
og konur til að sækja um. Reynsla er kostur. Áhugasamir sendi umsókn og ferilskrá til vidvoginn@simnet.is.

 


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.10:00:00
Hiti:4,2 °C
Vindátt:SSA
Vindhraði:8 m/sek
Vindhviður:10 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.10:00:00
Hiti:4,9 °C
Vindátt:NV
Vindhraði:1 m/sek
Vindhviður:6 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.10:00:00
Hiti:5,1 °C
Vindátt:ANA
Vindhraði:4 m/sek
Vindhviður:7 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 20.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is