Fréttir
29.11.2016 - Myndir frá tendrun jólatrésins 2016
 

Það var fátt í veðurfarinu sem minnti á að aðventan væri gengin í garð, þegar íbúar Djúpavogshrepps komu saman til að kveikja á ljósunum á jólatrénu, sunnudaginn 27. nóvember. Sex stiga hiti og suðvestan-átt, frekar hvöss og blaut framan af degi en hafði vit á því að draga sig í hlé stuttu áður en athöfnin fór fram.

Það var að venju fjölmenni sem kom saman við þessa skemmtilegu stund sem fór á allan hátt fram samkvæmt venju, enda reynist það oft best. Ellý Þórisdóttir var dregin úr hópi nemenda 1.-5. bekkjar í grunnskólanum til að ýta á takkann góða sem tendraði ljósin, tvöföld röð dansaði og söng í kringum jólatréð undir styrkri leiðsögn Kristjáns Ingimarssonar. Jólasveinar, þrír talsins, litu við og fóru mikinn en gáfu sér að sjálfsögðu tíma til að ræða við börnin og gefa þeim mandarínur, auk þess að taka lagið dansa í kringum jólatréð.

Annars er sem fyrr best að láta myndirnar tala sínu máli.

ÓB


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.13:00:00
Hiti:1,3 °C
Vindátt:N
Vindhraði:16 m/sek
Vindhviður:24 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.13:00:00
Hiti:0,9 °C
Vindátt:N
Vindhraði:8 m/sek
Vindhviður:16 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.13:00:00
Hiti:2,1 °C
Vindátt:SA
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:9 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 28.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is