Fréttir
08.10.2007 - Hverjir eru mennirnir? - Svar
 

2. október sl. spurðum við hverjir mennirnir á sundlaugarbakkanum væru.
Það voru níu sem spreyttu sig. Þau voru eftirfarandi:

Þórir Stefánsson
Gísli Sigurðarson
Kristín Óladóttir
Snjólfur Gunnarsson
Jón Ægir Ingimundarson
Bríet Pétursdóttir
Kristján Karlsson
Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson
Erlendur Ólason

Flestir voru sammála um að sá bláklæddi sé Hjörtur Einarsson þó nöfn eins og Ernst Backman og Ómar Bogason hafi skotið upp kollinum. Hjörtur Einarsson frá Geithellum er þó rétt svar. Sá dökkklæddi er Ólafur Eggertsson á Berunesi og voru flest allir sammála um það.

Ítarlegasta svarið kom frá Gunnlaugi Rúnari í Horsens í Danmörku.
Það var eitthvað á þá leið að þetta væru Hjörtur Einarsson sundkennari frá Geithellum og Ólafur Eggertsson frá Berunesi og þeir hafi verið að kenna strákunum á ströndinni sund. Strákarnir væru Hólmar ('??) og Óttar (´73) frá Melshorni, Jónas Bjarki (´72) frá Berufirði, Þorsteinn (´73) frá Gautavík, Hafþór (´72) á Runná, Gunnar Smári (´72) frá Fagrahvammi, Róbert (´72 ? ) og bróðir hans Eggert ('??) frá Berunesi.

Þetta eru þó átta nöfn en strákarnir í lauginni eru bara sjö.

Eins giskaði hann á að hvítklædda konan á bakkanum væri Tóta í Fagrahvammi en sagði ekkert um dökkklæddu konuna. Bríet Pétursdóttir giskaði á að það væri Matthildur Jónsdóttir.

Eins og áður sagði var einungis verið að spyrja um mennina á sundlaugarbakkanum en skemmtilegur bónus að fá svör við hverjir aðrir á myndinni eru.

Það má líka taka fram að nokkrir voru vissir um að myndirnar hafi verið teknar af Óla Björgvinssyni.

Við þökkum þeim sem tóku þátt.

ÓB


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.01:00:00
Hiti:2,1 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:16 m/sek
Vindhviður:20 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.01:00:00
Hiti:1,2 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:7 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.01:00:00
Hiti:1,7 °C
Vindátt:NNV
Vindhraði:2 m/sek
Vindhviður:5 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 29.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is