Fréttir
10.10.2007 - Föstudagsgátan - á miðvikudegi
 

Eitthvað hefur það fyrirfarist að birta svar við gátu þeirri er við vörpuðum fram 28. september sl., en svar við henni átti að birtast hér á heimasíðunni föstudaginn 5. okt. Úr því verður nú bætt. Vísan sem er eftir Ingibjörgu Jónasdóttur á Runná var svohljóðandi (lausnarorðið fyrir aftan hverja línu):

Fyrrum beinum flengdust á, (gandreið)
fjórum nú á hjólum. (
bifreið)
Fætur sex á ferð um snjá, (
útreið)
fiskur á norður-bólum. (
reyð (silungur er kallaður reyð í Mývatnssveit))
IJ

Lausnarorðið er semsagt reið.
Eftir því sem undirritaður kemst næst (sem þýðir að hann er búinn að leita hátt og lágt að, velta við hlutum, ganga berserksgang og allt þar á milli til að finna innsend svör) þá var bara eitt svar sent inn. Það var frá Baldri og Svandísi sem höfðu rétt fyrir sér.

----

Þá er komið að nýrri gátu og er hún að þessu sinni eftir Guðmund í Sæbakka. Lausnarorðið kemur fyrir í hverri línu fyrir sig og er ýmist nafnorð eða sagnorð.

Fór til veiða, felldi dýr.
Á fimbul, ríkja svæðum.
Unaðsreitur, ávallt hlýr.
Öðrum ber af klæðum.

GG

Svör sendist á djupivogur@djupivogur.is eigi síðar en fimmtudaginn 18. október.

ÓB


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.01:00:00
Hiti:0,3 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:9 m/sek
Vindhviður:11 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.01:00:00
Hiti:0,8 °C
Vindátt:SSV
Vindhraði:2 m/sek
Vindhviður:4 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.01:00:00
Hiti:0,9 °C
Vindátt:VSV
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:3 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 18.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is