Fréttir
03.02.2017 - Kjörbúðin opnar á Djúpavogi
 

Kjörbúðin opnaði á Djúpavogi í dag en það er ný verslunarkeðja sem tekur við af Samkaupsverslunum víða um land. Þetta var ákveðið að undangenginni mikilli vinnu og framkvæmd kannana meðal rúmlega 4.000 viðskiptavina Samkaupa um land allt.

Eftirfarandi má meðal annars lesa í fréttatilkynningu frá Samkaupum: „Kjörbúðinni er ætlað að þjónusta bæjarbúa með því að bjóða gott úrval, lágt verð og ferskar vörur úr nærumhverfinu á hverjum stað. Með því vill Samkaup gera viðskiptavinum sínum um allt land kleift að versla daglega allar helstu nauðsynjavörur á samkeppnishæfu verði“.

Starfsfólk hefur staðið í ströngu undanfarna daga, ásamt her manns úr röðum Samkaupa, við ýmsar lagfæringar og breytingar.

Viðskiptavinum var boðið uppá kaffi og köku, auk þess sem ýmis opnuartilboð eru í gangi næstu daga.

Sjá myndir frá opnuninni með því að smella hér.

ÓB

 

 

 


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.12:00:00
Hiti:1,0 °C
Vindátt:N
Vindhraði:19 m/sek
Vindhviður:25 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.12:00:00
Hiti:0,3 °C
Vindátt:NNV
Vindhraði:7 m/sek
Vindhviður:14 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.12:00:00
Hiti:1,9 °C
Vindátt:VSV
Vindhraði:2 m/sek
Vindhviður:11 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 28.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is