Fréttir
16.02.2017 - Stofnfundur Ungmennaráðs Djúpavogs
 

Djúpavogshreppur hefur að undanförnu, í samstarfi við Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, unnið að stofnun Ungmennaráðs Djúpavogs.

Markmið ungmennaráðsins er að veita fólki á aldrinum 12- 18 tækifæri til þess að hafa áhrif á samfélag sitt og stuðla að uppbyggingu og stefnumótun í málefnum ungs fólks í Djúpavogshreppi.

Til stendur að halda opinn stofnfund þar sem fulltrúar sveitastjórnar, ungt fólk og almenningur kemur saman og markar stefnu og markmið ungmennaráðsins fram á við.

Lagt verður til að fulltrúi ungmennaráðs hafi seturétt á þeim sveitarstjórnarfundum þar sem málefni ungs fólks eru rædd og hafi ráðgefandi hlutverk.

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi mun starfa með Ungmennaráði í þeim verkefnum og viðburðum sem ráðið tekur sér fyrir hendur.

Áhugasamir eru hvattir til þess að mæta og láta málefni ungs fólks sér varða.

Virðingarfyllst,
William Óðinn Lefever
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Djúpavogshrepps.


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.09:00:00
Hiti:0,5 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:19 m/sek
Vindhviður:25 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.09:00:00
Hiti:-0,5 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:9 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.09:00:00
Hiti:0,5 °C
Vindátt:VSV
Vindhraði:4 m/sek
Vindhviður:6 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 29.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is