Fréttir
17.04.2017 - Fyrstu sporin - bernskuminningar séra Jakobs Jónssonar
 

Þann 11 apríl voru góðir gestir á ferð hér á Djúpavogi - þau hjónakorn Þór Jakobsson og Jóhanna Jóhannesdóttir. 
Þór Jakobsson er ekki aðeins gamalkunnur og mikils metinn veðurfræðingur heldur hefur hann sterkar rætur  til Djúpavogs. Faðir Þórs, Jakob Jónsson, síðar séra, ólst upp hér á Djúpavogi framan af ævi og bjó þá í Hrauni.  Faðir Jakobs var séra Jón Finnsson prestur fyrst á Hofi í Álftafirði og síðan Djúpavogi. Þá ber auðvitað að geta Eysteins bróðir Jakobs sem síðar varð þingmaður og yngsti ráðherra íslandssögunnar, báðir slitu þeir bræður barnsskónum í Hrauni. Séra Jakob var eins og í ætt skotið afar vel ritfær og skrifaði m.a. töluvert um bernsku sína hér á Djúpavogi sem hann ætlaði reyndar ekkert frekar til birtingar. En nú hefur sonur hans Þór Jakobsson með samþykki hlutaðeigandi látið binda snyrtilega inn áðurnefndar berskuminningar föður síns í frumútgáfuformi þar sem falleg rithönd séra Jakobs prýðir og gefur ritinu um leið aukið og persónulegra gildi. Þessar benskuminningar hafa hvergi verið birtar opinberlega fyrr sem sannarlega gefur gjöfinni enn meira vægi.

Þór Jakobsson afhenti formlega handrit föður síns með viðhöfn í Löngubúð og las síðan upp úr ritinu fyrir viðstadda, auk þess færði Þór fulltrúum Djúpavogshrepps, sögu Longættarinnar og fl. Auk þess kynnti Þór nýja bók, Lýðveldisbörnin sem hann ritstýrði ásamt Örnu Björk Stefánsdóttur, afar áhugavert rit.

Þá kom á daginn að viðstaddir þennan viðburð í Löngubúð voru meðal annars ættmenni Þórs - bæði úr Longætt og Beckættinni og náðu því bæði gestir og heimamenn að bera saman bækur sínar á góðri stund.

Ljóst er að "Fyrstu sporin" bernskuminningar séra Jakobs Jónssonar frá Hrauni Djúpavogi þar sem hann m.a. lýsir uppvexti sínum og umhverfi hér um slóðir er sérdeilis kærkomin viðbót inn í menningarsögulegan arf Djúpavogshrepps.

Eftir stendur þakklæti til Þórs Jakobssonar og konu hans fyrir gefandi heimsókn og hlýhug.  

Meðfylgjandi myndir eru frá degi heimsóknar Þórs og Jóhönnu - auk viðkomu í Löngubúð var næsta nágrenni heimsótt - þar á meðal fyrrum heimili föður hans,  Hraun, síðan gamla Djúpavogskirkja - Teigarhorn og Faktorshús og þá að sjálfsögðu, kom Þór við hjá styttu föðurbróðir hans Eysteins svo og átti hann góða stund  í minningarstofu Eysteins  í Löngubúð. Undirritaður tók sér það bessaleyfi að birta hér þrjár myndir úr eigu Þórs með öðrum sem Bryndís Reynisdóttir ferða- og menningarmálafulltrúi tók.  Samantekt. AS 

 

 

 

 

 Þór við brjóstmyndina af Eysteini föðurbróður

 

 

Hraun heimsótt  - bernskuheimili séra Jakobs

 

 

Þór ritar í gestabók í minningarstofu Eysteins og Sólveigar

 

 

Jóhanna ritar í gestabók í minningarstofu Eysteins - Þór við hlið hennar

 

 

Gamla Djúpavogskirkja í endurbyggingu - heimsótt

 

 

Þór rifjar upp tilfinningaþrungna stund í Djúpavogskirkju

 

 

 

 

Á Teigarhorni - Sævar staðarhaldari - Jóhanna - Bryndís - Andrés

 

 

Þór veðurfræðingur var sérlega áhugasamur um Teigarhorn enda önnur elsta veðurstöð á landinu
og miklar og góðar heimildir til um sögu veðurathugana á svæðinu sem vert væri að taka saman.
Þá stendur hitametið enn á Teigarhorni 30,5 stig.

 

 

 Fyrstu sporin  - bernskuminningar séra Jakobs Jónssonar afhent með formlegum hætti

 

  Góðri gjöf veitt viðtöku

 

Við lok afhendingar í Löngubúð Þór - Jóhanna og Oddviti Dpv.

 

 

 

 Búlandstindur kvaddi með viðeigandi hætti bjartur og formfagur að loknum góðum degi

 

 

 


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.12:00:00
Hiti:4,4 °C
Vindátt:SSA
Vindhraði:10 m/sek
Vindhviður:12 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.12:00:00
Hiti: °C
Vindátt:
Vindhraði: m/sek
Vindhviður: m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.12:00:00
Hiti:6,1 °C
Vindátt:A
Vindhraði:4 m/sek
Vindhviður:7 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 20.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is