Fréttir
24.06.2017 - Bréf til kattaeigenda á Djúpavogi
 

Rétt er að biðjast velvirðingar á hversu seint þessi tilmæli til kattaeiganda eru send út, betra er þó seint en aldrei. 

Á hverju ári berast sveitarfélaginu umtalsverður fjöldi ábendinga og kvartana frá íbúum vegna lausagöngu katta.
Ákjósanlegast væri auðvitað að ekki þyrfti að koma til þess að senda út tilkynningar eða tilmæli sem þessi, en slíkt er þó óumflýjanlegt í ljósi endurtekinna kvartana frá íbúum vegna lausra og í tilfellum mjög ágengra katta hér í þéttbýlinu.
Taka verður fram að kvartanir og ábendingar hafa verið óvenju margar að undanförnu vegna lausagöngu katta á öllum tímum sólarhrings. 

Sá eðlismunur er á reglugerð um hunda- og kattahald í þéttbýli að hundar mega t.d. ekki vera lausir, en kettir mega það á hinn veginn að langmestu leyti.  

Það þýðir hinsvegar alls ekki að kattaeigendur hafi engar skyldur !

sbr. http://www.djupivogur.is/gogn/2015_dpv_samthykkt_um_kattahald_og_onnur_gaeludyr.pdf

Ljóst er að reglugerð um kattahald gengur ekki nógu og langt og á þetta ekki síst við um varptíma þegar fuglalífið er viðkvæmast, en þá berast jafnan áberandi flestar kvartanir frá íbúum sem vilja verja fuglalifið í nærumhverfi sínu og sjá unga komast lifandi úr hreiðrum.  Bjöllur um háls katta sbr. reglugerð koma ekki í veg fyrir að þeir veiði ósjálfbjarga unga og smáfuglar fá engu áorkað í þessum ójafna leik að verja hreiður sín og unga.  Fyrir liggur að á varptíma dugar heldur ekki að hafa ketti einungis inni yfir næturtíma sbr. reglugerð, kettir veiða jafnt að nóttu sem degi.
"Kötturinn minn veiðir ekki fugla" eru rök sem duga skammt, það er í eðli flestra katta að veiða fugla og engin leið að greina einn kött frá öðrum í þessum efnum, þótt þeir séu efalaust misjafnlega afkastamiklir.  Svo virðist sem um óvenju marga ketti sé að ræða við þessa iðju um þessar mundir og því er tilefnið enn brýnna en áður að höfða til kattaeigenda með vinsamlegum tilmælum.      
 
Í ljósi þesssa er þeim tilmælum góðfúslega beint til kattaeigenda að þeir leiti allra leiða að tryggja framvegis að kettir fari ekki út fyrir lóðir eigenda sinna á tímabilinu 1.júní - 30.júlí.  Hafa ber í huga að sumar fuglategundir verpa oftar ein einu sinni, sérstaklega ef varp misferst í upphafi varptíma. Ekki er óeðlilegt að horfa til þess hafa ketti með hálsól innan lóða eigenda sinna ef þeir hafa þörf fyrir útiveru á fyrrgreindum tímabili. Mikill fjöldi ýmissa tegunda smáfugla verpur m.a. í hlíðum hér undir klettunum og ekki þarf til nema einn ágengan kött til að hreinsa unga upp úr hreiðrum af stóru svæði. Einnig verpa fuglar í trjám og viðar inn á íbúðalóðum sem hafa átt erfitt uppdráttar vegna ágengra katta.  

Umræðan um dýrahald í þéttbýli er oft á tíðum mjög viðkvæmt málefni og vandmeðfarið hvar sem niður ber. Það er því  einlæg von undirritaðs að íbúar sýni gagnkvæma virðingu og skilning í þessum málum þrátt fyrir að hér sé höfðað sérstaklega til kattaeigenda. Það er jafnframt von undirritaðs að ekki þurfi að koma til frekari útsendinga bréfa af þessu tilefni og eða til þurfi að koma breytinga á reglugerð.                                          

                                                                                                                                                              Með vinsemd og virðingu

                                                                                                                                                                F.h. Djúpavogshrepps
                                                                                                                                                                  Form. Umhverfisn.
                                                                                                                                                                   Andrés Skúlason 

                                                                            

 

 


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.01:00:00
Hiti:2,2 °C
Vindátt:S
Vindhraði:6 m/sek
Vindhviður:8 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.01:00:00
Hiti:1,7 °C
Vindátt:S
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:4 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.01:00:00
Hiti:2,6 °C
Vindátt:ANA
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:6 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 20.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is