Fréttir
23.10.2007 - Síðustu laxarnir - Framhald
 

Starfsmenn Salar Islandica voru vaknaðir fyrir allar aldir í morgun og var dagsverkið laxaslátrun. Veður var vægast sagt slæmt þegar fimmmeningarnir hófu störf, stormur og úrhelli, en þegar undirritaðan bar að garði laust fyrir klukkan 10 í morgun var veður orðið skaplegra. Um borð í "laxabátnum" Papey voru um 12-13 tonn af spriklandi laxi og bjóst Sveinn Kristján Ingimarsson við því að því yrði öllu slátrað í dag.
Ljósmyndari tók eftir því að Papey var komin óvenjumikið á hliðina á meðan á slátrun stóð og velti því fyrir sér hvort nokkuð stefndi í óefni. Þeim vangaveltum var fljótt svarað af starfsmönnum en bátnum er svona komið fyrir af eðlilegum ástæðum.

Til að skoða myndir skal smella hér

ÓB

Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.09:00:00
Hiti:0,0 °C
Vindátt:NNV
Vindhraði:4 m/sek
Vindhviður:7 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.09:00:00
Hiti:-0,6 °C
Vindátt:N
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:6 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.09:00:00
Hiti:0,1 °C
Vindátt:A
Vindhraði:1 m/sek
Vindhviður:3 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 19.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is