22. febrúar 2017


Fundur ferða- og menningarmálanefndar

Fundur var haldinn í ferða- og menningarmálanefnd miðvikudaginn 22.febrúar 2017 kl 14:00, að Bakka 1, Djúpavogi.

Fundinn sátu, Kristján Ingimarsson formaður, Þorbjörg Sandholt, Hörður Þórbjörnsson og Bryndís Reynisdóttir ferða og menningarmálafulltrúi.

Dagskrá:
1. Rúllandi snjóbolti
2. Cittaslow
3. Upplýsingamiðstöð
4. Hammondhátíð
5. Tankurinn
6. Bæklingar
7. Skiltamál
8. Rútustæði og göndustígar

Liður 1
Rætt var um Rúllandi Snjóbolta/7 sem verður opinn í sumar frá 15. júlí til 20. ágúst. Sýningin hefur nú þegar fengið styrki að upphæð 1.800.000- og þakkar nefndin kærlega fyrir það, unnið er að því að leita fleiri styrkja. Rúllandi Snjóbolti var tilnefndur til Eyrarrósarinnar í ár sem var ánægjulegt.

Liður 2
Bryndís gerði grein fyrir hvernig Cittaslowráð eru starfandi í mörgum sveitarfélögum og væri möguleiki á að koma slíku ráði í gang í Djúpavogshreppi. Bryndís gerði grein fyrir því að Cittaslow í Djúpavogshreppi fékk styrk úr Uppbyggingasjóði Austurlands að upphæð 500.000- . Styrkurinn ætlaður til uppbyggingar miðstöðvar Cittaslow á Íslandi og þakkar nefndin kærlega fyrir styrkinn.

Liður 3
Rætt var um rekstur upplýsingamiðstöðvar í sumar. Nefndin telur mikilvægt að hafa upplýsingamiðstöð opna í sveitarfélaginu í einhverju formi en leggur til að skoðaðar verði nýjar leiðir og opnunartími verði endurskoðaður.

Liður 4
Rætt var um untandagskrá í tengslum við Hammondhátíð í vor og ákveðið var að halda skipulagsfund þar sem þessi mál verða ákveðin. Fundurinn verður haldinn í Löngubúð þriðjudaginn 8. mars kl. 17:00.

Liður 5
Uppbyggingasjóður Austurlands styrkti Tankinn um 300.000- krónur og þakkar nefndin kærlega fyrir það. Styrkurinn er áætlaður í frekari framkvæmdir við Tankinn og hvetur nefndin listamenn til að nýta sér Tankinn.

Liður 6
Bryndís kynnti hugmyndir að endurbættum bæklingi og kynningarefni fyrir Djúpavogshrepp sem vonandi verður tilbúið fyrir vorið.

Liður 7
Skiltamál voru rædd fyrir sumarið.

Liður 8
Rútustæði og göngustígar voru rædd og nefndin leggur áherslu á að þau mál komist í gott lag sem fyrst.


Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og honum slitið kl. 15:50.


Ritari: Þorbjörg Sandholt


Til baka
Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.04:00:00
Hiti:0,4 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:8 m/sek
Vindhviður:11 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.04:00:00
Hiti:0,4 °C
Vindátt:S
Vindhraði:1 m/sek
Vindhviður:3 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.04:00:00
Hiti:0,6 °C
Vindátt:ANA
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:4 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 18.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is