10. apríl 2017


Fundur ferða- og menningarmálanefndar


Fundur var haldinn í ferða- og menningarmálanefnd, mánudaginn 10. apríl 2017, að Bakka 1, Djúpavogi.

Fundinn sátu, Kristján Ingimarsson formaður, Þorbjörg Sandholt og Bryndís Reynisdóttir ferða- og menningarmálafulltrúi. Rán Freysdóttir boðaði forföll.

Liður 1
Rætt var um nýtt fyrirkomulag á rekstri á upplýsingamiðstöð. Búið er að ganga frá samningum við Hótel Framtíð sem mun sjá um rekstur á upplýsingamiðstöð á Djúpavogi frá 15.maí – 15.september og er samningurinn gerður til eins árs. Með þessu fyrirkomulagi er Djúpavogshreppur að hagræða í rekstir án þess að skerða þjónustu.

Liður 2
Rætt var um endurbyggingu Faktorshús og gömlu kirkjunnar. Beðið er eftir upplýsingum um styrkveitingu og vonast nefndin eftir því að þær liggi fyrir sem fljótlega.

Liður 3
Bryndís fór yfir komudagsetningar skemmtiferðaskipa til Djúpavogs í sumar en það má sá lista yfir komu skipanna í nýjusta tölublaði Bóndavörðunnar. Tekjur vegna komu skemmtiferðaskipa hafa aukist s.l. ár og nefndin telur margvísleg tækifæri felast í þessum þætti ferðaþjónustu.

Liður 4
Kristján fór yfir dagskrá Hammondhátíðar sem er fjölbreytt glæsilega og í ár.

Liður 5
Þór Vigfússon kom inn á fundinn og hann og Bryndís fór yfir stöðuna á Rúllandi Snjóbolta. Skipulagið gengur vel og unnið er að því að finna fleiri styrki í verkefnið. Staðfestur listi yfir þá listamenn sem taka þátt í sýningunni í ár mun liggja fyrir fljótlega.

Liður 6
Bryndís fór yfir stöðuna á bæklingum fyrir sumarið. Bæklingarnir eru í prentun og von á þeim fyrir Hammondhátíð.

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og honum slitið kl. 16:00

Ritari: Þorbjörg Sandholt


Til baka
Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.13:00:00
Hiti:4,6 °C
Vindátt:S
Vindhraði:9 m/sek
Vindhviður:12 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.13:00:00
Hiti:7,7 °C
Vindátt:S
Vindhraði:2 m/sek
Vindhviður:8 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.13:00:00
Hiti:6,9 °C
Vindátt:ANA
Vindhraði:5 m/sek
Vindhviður:7 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 20.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is