7. júní 2017

Fundur ferða- og menningarmálanefndar

Fundur var haldinn í ferða- og menningarmálanefnd, föstudagur 7.júní 2017, að Bakka 1, Djúpavogi.

Fundinn sátu, Kristján Ingimarsson formaður, Þorbjörg Sandholt, Rán Freysdóttir og Erla Dóra Vogler ferða- og menningarmálafulltrúi.

Liður 1
Rætt var um stöðuna á Rúllandi Snjóbolta/9. Undirbúningur sýningar gengur vel. Boðskort fara í póst í dag og verða m.a. send á öll heimili í Djúpavogshreppi. Upp hefur komið sú hugmynd að sýningarrýmið fái að standa uppi allt árið og verði nýtt til annarra listviðburð s.s. List- án langamæra og fleira, nefndinni lýst vel á þá hugmynd.

Liður 2
Kristján gerði grein fyrir styrkjum sem Djúpavogshreppur fékk úr Húsfriðunarsjóði. Gamla kirkjan fékk kr. 5.000.000- til verkþáttarins þak á forkirkju og kór og Faktorshúsið fékk 2.000.000- til verkþáttarins útitröppur og pallur, hönnun og smíði. Nefndin þakkar Húsfriðunarsjóði kærlega fyrir styrkina.

Liður 3
Kristján gerðir grein fyrir selfie spot skiltum sem verða sett upp á næstu dögum. Skiltin verða sett upp á Bóndavörðu, við Eggin, Brennikletti og Sólvang/Sigfúsarbryggja. Skiltin eiga að hvetja fólk til að taka myndir frá þessum stöðum og merkja það með millumerki #djupivogur.
Erla gerði grein fyrir gönguleiða skiltum sem stendur til að setja upp á við upphaf og enda gönguleiða í sveitarfélaginu.

Liður 4
Erla gerði grein fyrir að Djúpavogshreppur sé áfram meðlimur í samtökum um söguferðaþjónustu. Hægt er að skoða heimasíðu samtakanna www.sagatrail.is

Liður 5
Nefndin vill lýsa yfir óánægju með verkefnið Pocket guide, búið er að greiða verkefnið að fullu en varan er ókomin. Nefndin skorar á Austurbrú að setja verkefnið í forgang og skila því fyrir lok árs.

Liður 6
Erla gerir grein fyrir stikunardegi 22. júlí sem fyrirhugaðir eru í samstarfi við slysavarnafélagið Báru, ungmennafélagið Neista og ferðafélagi Djúpavogshrepps. Fyrhugað er að stika gönguleiðir á Búlandsnesi.

Liður 7
Erla gerir grein fyrir stöðu á Tankinum en unnið er að því að því að setja upp grind fyrir ljós.

Liður 8
Erla gerir grein fyrir stöðu á verkefninu Áfangastaðurinn Austurland sem gengur vel.

Liður 9
Rætt var um að setja upp opið internet fyrir gesti. Nefndin lýsir áhuga á að koma þessu á sem fyrst.

Liður 10
Kristján gerði grein fyrir tónleikum sem verða í kirkjunni 23. ágúst næst komandi þar sem dúóið Anna og Sölvi munu spila.


Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og honum slitið kl. 9:45


Til baka
Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.09:00:00
Hiti:0,0 °C
Vindátt:NNV
Vindhraði:4 m/sek
Vindhviður:7 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.09:00:00
Hiti:-0,6 °C
Vindátt:N
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:6 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.09:00:00
Hiti:0,1 °C
Vindátt:A
Vindhraði:1 m/sek
Vindhviður:3 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 19.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is