Fréttir
17.08.2017 - Nóg um að vera
 

Það er nóg í boði af frábærum viðburðum á næstunni í Djúpavogshreppi sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara:

  • Laugardaginn 19. ágúst stígur sú magnaða tónlistarkona Sóley á stokk hjá Havarí kl. 21:00. Ekki missa af þessum tónleikum! Lesið meira um Sóley á http://www.soleysoley.com
  • Sunnudagurinn 20. ágúst er síðasti opnunardagur Rúllandi snjóbolta/9, Djúpivogur. Það fer því hver að verða síðastur að skella sér og skoða verk í Bræðslunni eftir 31 af fremstu samtímalistamönnum heimsins. Sýningin er opin alla daga kl. 11:00-16:00 og aðgangur er ókeypis. Meira um Rúllandi snjóbolta/9.
  • Miðvikudaginn 23. ágúst kemur dúóið Anna og Sölvi fram í Djúpavogskirkju kl. 20:00. Anna og Sölvi voru valin björtustu vonirnar á íslensku tónlistarverðlaununum 2015 og 2016. Tónlistin sem þau leika gæti flokkast sem melódískur djass undir þjóðlagaáhrifum þar sem spuninn er í fyrirrúmi. Hljóðdæmi.
  • Laugardaginn 26. ágúst kemur Bubbi Morthens fram á tónleikum í Havarí kl. 21:00. Þar mun hann flytja lög af nýju plötunni sinni í bland við eldra efni. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaferðalagi Bubba um landið sem kallast Túngumál en það er einmitt titillinn á nýjustu plötu Bubba. Meira hér.
  • Laugardaginn 26. ágúst og yfir á sunnudaginn 27. ágúst fer Ferðafélag Djúpavogs í ferð á Langanes. Áhugasamir skrái sig hjá Eiði Ragnarssyni í síma 898-6056. Fésbókarsíða FFD.
  • Sunnudaginn 27. ágúst verður Litla ljóðahátíðin haldin í Havarí kl. 12-13:00. Þá er kjörið að taka sunnudagsrúnt að Karlsstöðum í Berufirði, fá sér hádegisverð og hlusta á nokkur fremstu ljóðskáld þjóðarinnar lesa úr verkum sínum. Meira hér

 

Ferða- og menningarmálafulltrúi


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.08:00:00
Hiti:4,2 °C
Vindátt:SSA
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:3 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.08:00:00
Hiti:3,1 °C
Vindátt:V
Vindhraði:1 m/sek
Vindhviður:2 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.08:00:00
Hiti:4,4 °C
Vindátt:ANA
Vindhraði:4 m/sek
Vindhviður:6 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 20.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is