Fréttir
22.09.2017 - Cittaslow heimsókn
 

 

Í kvöld koma til Djúpavogs 10 gestir frá Cittaslow bæjarfélögum á Ítalíu og Belgíu vegna samvinnu við innleiðingu Cittaslow (22.-27. sept.) og vegna stofnunar Cittaslow Education (25. sept.). Gestir okkar koma til Djúpavogs seint í kvöld, föstudagskvöldið 22. sept. (líklega milli 22:00 og 24:00 – nákvæm tímasetning verður auglýst í kvöld á vefsíðu Djúpavogshrepps og fésbókinni, þegar vitað er hvenær von er á þeim) og er þá hugmyndin að allir sem vilja taka á móti þeim safnist saman í Löngubúð þar sem þau verða boðin velkomin með léttum veitingum úr héraði áður en þau fara heim með þeim sem hafa verið svo elskulegir að bjóðast til að hýsa þau á meðan heimsókn þeirra stendur yfir.

Íbúar eru hvattir til að skreyta hús sín eða garða í appelsínugulum lit til að halda upp á heimsóknina. Passa þarf þó í haustveðrum að ekki sé um skraut að ræða sem fýkur auðveldlega eða rignir niður, sem og að plast er ef til vill ekki heppilegast í plastlausum september og umhverfisvænu sveitarfélagi.

Þessum gestum mun að sjálfsögðu einnig verða boðið að koma á Cittaslow sunnudaginn okkar og það verður gaman að geta boðið þeim upp á mat og menningu af svæðinu meðan við njótum sjálf.

Við hvetjum íbúa til að bjóða þessa gesti okkar sérstaklega velkomna til Djúpavogshrepps.


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.14:00:00
Hiti:0,6 °C
Vindátt:N
Vindhraði:16 m/sek
Vindhviður:20 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.14:00:00
Hiti:1,0 °C
Vindátt:N
Vindhraði:9 m/sek
Vindhviður:15 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.14:00:00
Hiti:1,4 °C
Vindátt:V
Vindhraði:13 m/sek
Vindhviður:22 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 29.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is