Fréttir
20.10.2017 - Andrés Skúlason ræðir um Verndarsvæðið við voginn í Mannlega þættinum á Rás 1
 

Eins og við sögðum frá hér á heimasíðunni þá staðfesti Kristján Þór Júlí­us­son mennta­málaráðherra til­lögu um vernd­ar­svæði í byggð á Djúpa­vogi, sunnudaginn 15. október. Til­lag­an nefn­ist „Vernd­ar­svæðið við Vog­inn".

Djúpa­vogs­hrepp­ur er fyrsta sveit­ar­fé­lagið til að ljúka vinnu við til­lögu að vernd­ar­svæði í byggð með staðfest­ingu ráðherra en vinna stendur yfir hjá 22 öðrum.

 

Að verkefninu vann TGJ skipulagsskrifstofa Djúpavogshrepps með doktor Pál Jakob Líndal umhverfissálfræðing í fararbroddi auk þess sem að Gunnlaugur Haraldsson þjóðháttafræðingur sá um mikilvægan þátt verkefnisins, þá vann Andrés Skúlason oddviti Djúpavogshrepps einnig ötullega að verkefninu, að því er fram kemur í tilkynningu.

Andrés var viðmælandi Gunnars Hanssonar og Guðrúnar Gunnarsdóttur í Mannlega þættinum á Rás 1 í gærmorgun, þar sem hann ræddi við þau um tillöguna.

Hægt er að hlusta á viðtalið með því að smella hér, en það hefst á 28. mínútu.

Hægt er að skoða greinargerðina og uppdrætti með því að smella hér.

ÓB


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.11:00:00
Hiti:0,9 °C
Vindátt:N
Vindhraði:18 m/sek
Vindhviður:26 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.11:00:00
Hiti:0,6 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:6 m/sek
Vindhviður:15 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.11:00:00
Hiti:1,5 °C
Vindátt:SSA
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:10 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 28.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is