Fréttir
08.11.2017 - Gjöf frá kvenfélaginu Vöku til ÍÞMD
 

Enn og aftur hefur kvenfélagið Vaka á Djúpavogi sýnt velvilja í verki hér í samfélaginu. Í dag kom Ingibjörg Stefánsdóttir, formaður félagsins, færandi hendi með gjöf til handa Íþróttamiðstöð Djúpavogs, annars vegar, hástökksdýna og hinsvegar hjartastuðtæki. En geta skal þess að þetta er í annað sinn sem að kvenfélagið gefur hjartastuðtæki í Íþróttamiðstöðina og áður hefur kvenfélagið gefið íþróttahúsinu veglegar gjafir á liðnum árum.

Meðfylgjandi mynd er tekin við afhendingu á miðri æfingu hjá Neistakrökkunum sem voru auðvitað himinglöð. Við færum hér með kvenfélaginu Vöku á Djúpavogi okkar innilegustu þakkir fyrir þessar dýrmætu gjafir.

                                                       Djúpavogshreppur / starfsfólk ÍÞMD

 

 

 

 

 

 


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.06:00:00
Hiti:1,6 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:18 m/sek
Vindhviður:23 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.06:00:00
Hiti:0,1 °C
Vindátt:NNV
Vindhraði:4 m/sek
Vindhviður:9 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.06:00:00
Hiti:0,5 °C
Vindátt:V
Vindhraði:1 m/sek
Vindhviður:7 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 29.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is