Fréttir
08.02.2018 - Rúllandi snjóbolti valinn á Eyrarrósarlistann 2018
 

Rúllandi snjóbolti er meðal þeirra sex verkefna sem hafa verið valin á Eyrrarósarlistann 2018.

Eyrarrósin er viðurkenning sem árlega er veitt framúrskarandi menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins. Eyrarrósinni er ætlað að beina sjónum að og hvetja til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar á sviði menningar og lista. Alls bárust 33 umsóknir um viðurkenninguna í ár hvaðanæva af landinu.

Á Eyrarrósarlistanum 2018 birtast nöfn þeirra sex verkefna sem eiga möguleika á að hljóta verðlaunin í ár. Sjálfri Eyrarrósinni fylgir tveggja milljón króna verðlaunafé en að auki munu tvö verkefnanna hljóta 500 þúsund króna verðlaun. Hér fyrir neðan má sjá þau sex verkefni sem tilnefnd eru í ár: 

Eyrarrósarlistinn 2018:

  • Aldrei fór ég suður, Ísafirði
  • Alþjóðlega kvikmyndahátíðin Norðanáttin (Nothern Wave), Snæfellsbæ 
  • Ferskir vindar – alþjóðleg listahátíð í Garði
  • LungA skólinn, Seyðisfirði
  • Rúllandi snjóbolti, Djúpavogi
  • Skjaldborg, hátíð íslenskra heimildamynda, Patreksfirði

Þetta er í þriðja sinn sem verkefni frá Djúpavogi er valið á listann, en sýningin Rúllandi snjóbolti var einnig á listanum í fyrra. Þar áður var Hammondhátíð Djúpavogs valin á listann árið 2015.  

Eyrarrósin verður afhent við hátíðlega athöfn þann 1. mars næstkomandi í Neskaupsstað, heimabæ þungarokkshátíðarinnar Eistnaflugs sem er handhafi Eyrarrósarinnar frá síðasta ári. Frú Eliza Reid, verndari Eyrarrósarinnar mun afhenda verðlaunin.

Við óskum Rúllandi snjóbolta innilega til hamingju með tilnefninguna.

Sjá nánari upplýsingar um þau verkefni sem tilnefnd eru í ár á heimasíðu Listahátíðar, með því að smella hér.

BR


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.07:00:00
Hiti:1,3 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:18 m/sek
Vindhviður:24 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.07:00:00
Hiti:-0,1 °C
Vindátt:N
Vindhraði:4 m/sek
Vindhviður:7 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.07:00:00
Hiti:0,0 °C
Vindátt:VSV
Vindhraði:2 m/sek
Vindhviður:5 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 29.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is