 Á morgun hefst Hammondhátíð Djúpavogs í þrettánda sinn.
Að gefnu tilefni langar okkur til að benda á nokkur atriði.
- Það eru enn til miðar, bæði heildarpassar og miðar á staka viðburði. Hægt er að kaupa miða á www.tix.is. Einnig verður hægt að kaupa miða í Bakkabúð á opnunartíma alla tónleikadagana. - Það er enn laust í gistingu á Hótel Framtíð. Það hefur hins vegar verið að rugla suma að www.booking.com segir að allt sé uppbókað, en hótelið hefur alltaf lokað fyrir bókanir á booking um Hammondhelgina. Hægt er að bóka gistingu með að hringja í 478-8887. - Armbönd (Hammbönd) verður hægt að nálgast í Bakkabúð á milli 14:00 og 18:00, en einnig við innganginn á tónleikastað þegar húsið opnar. Við hvetjum hins vegar sem flesta til að nálgast armböndin í Bakkabúð, en það minnkar biðröðina við innganginn á tónleikastað.
Fleira var það nú ekki, en við hlökkum alveg hreint ótrúlega til að sjá ykkur um helgina!
Hammondgengið
Heimasíða Hammondhátíðar Facebooksíðu hátíðarinnar Viðburðurinn á Facebook

|