Fréttir
26.10.2007 - Vatnavextir síðustu daga
 

Það hefur væntanlega ekki farið framhjá íbúum Djúpavogshrepps að það hefur ringt dálítið síðustu daga.
Svo mikið úrhelli var reyndar í gærdag og gærkvöldi að elstu menn í Álftafirði muna vart annað eins og er þá mikið sagt.
Vatn flæddi m.a. yfir þjóðveginn fyrir neðan bæinn Rannveigastaði og vegir heim að bæjum þar í nágrenni rofnuðu á köflum.
Þá var gríðarlegur vöxtur í Hamarsá og hafa kunnugir vart séð hana í meiri ham, enda vantaði rétt aðeins fetið upp á að áin næði brúargólfinu á þjóðveginum. Þá flæddi yfir veginn á stóru svæði rétt innan við gömlu brúna, en sú leið liggur m.a. að bænum Hamarsseli í Hamarsfirði.  Undirritaður fór um flóðasvæðið í gærkvöldi þegar leikar stóðu hvað hæst og smellti af nokkrum myndum við Hamarsá. . Myndirnar eru eðli málsins samkvæmt ekki mjög góðar, enda erfitt um vik að athafna sig í stórrigningu og roki með myndavél og flassi. AS

 

 

 

Það vantar ekki mikið upp á að Hamarsáin nái brúargólfinu

 

Áin í foráttu vexti undir gömlu bogabrúnni á Hamarsá 

Svo flæddi yfir veginn rétt innan við gömlu brúna. 


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.09:00:00
Hiti:0,5 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:19 m/sek
Vindhviður:25 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.09:00:00
Hiti:-0,5 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:9 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.09:00:00
Hiti:0,5 °C
Vindátt:VSV
Vindhraði:4 m/sek
Vindhviður:6 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 29.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is