Fréttir
29.10.2007 - Fleira er matur en feitt ket
 

Heimasíða Djúpavogshrepps hefur af og til birt myndir og fréttir úr atvinnulífinu í byggðarlaginu, bæði frá höfninni og fyrirtækjum í fiskvinnslu og öðrum greinum, myndir úr sveitinni t.d. frá réttardegi o.s.frv. Ein er er sú atvinnugrein er heyrir undir landbúnaðargeirann sem ekki fer mikið fyrir hér. Áður en lengra er haldið spyrjum við; hverjir aðrir en Stjáni á Steinsstöðum kjósa að hafa ekki soðnar gulrófur með saltkjetinu, sviðunum og kjötsúpunni?
Guðmundur Valur Gunnarsson, bóndi a Lindarbrekku, hefur eins og aðrir bændur í Djúpavogshreppi átt annríkt undanfarnar vikur við hauststörf vegna fjárbúskapar. Að þeim sökum hefur dregizt að huga að rófuuppskerunni. Þrátt fyrir vætusama tíð undanfarið hafa Guðmundur Valur og vinnumaður hans, Bergsveinn, staðið í ströngu upp á síðkastið við að bjarga í hús rófuuppskerunni sem sáð var til sl. vor. Reyndar hafa 10. bekkingar Grunnskóla Djúpavogs lagt honum lið til að efla ferðasjóð sinn.
Heimildamaður okkar fór á rófustúfana á föstudaginn og tók nokkrar myndir. Aðspurður telur Guðmundur Valur að að heildaruppskeran verði um 15 tonn. Samdráttur hefur verið í rófuræktinni hjá Guðmundi Val og stafar það einkum af lágu verði og háum flutningskostnaði. Fyrir þremur árum var uppskeran t.a.m. 47 tonn en mest varð hún í tíð föður hans, Gunnars heitins Guðumundssonar, um 65 tonn. Rófurækt hefur verið stunduð af fjölskyldunni á Lindarbrekku samfellt
frá árinu 1948.

Myndir og texti: BHG 


Guðmundur Valur Gunnarsson, rófubóndi


Bergsveinn vinnumaður



Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.12:00:00
Hiti:0,4 °C
Vindátt:A
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:4 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.12:00:00
Hiti:0,5 °C
Vindátt:S
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:4 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.12:00:00
Hiti:0,7 °C
Vindátt:A
Vindhraði:1 m/sek
Vindhviður:3 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 19.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is