Fréttir
30.10.2007 - Tónlist fyrir alla
 

Tónleikar
Sigurður Halldórsson - selló
Daníel Þorsteinsson – piano
 
- í Egilsstaðakirkju, mánudag 29. okt.
- í Djúpavogskirkju, þriðjudag 30. okt.
- í Seyðisfjarðarkirkju, miðvikudag 31.okt.
- í sal Nesskóla,  fimmtudag 1.nóv.
 
Tónleikarnir hefjast kl. 20.30
Aðgangseyrir kr.1500,-
 
Efnisskráin, sem er fjölbreytt og skemmtileg, ber yfir-skriftina Dans
og má þar heyra þekkta danstónlist og danslög sem tónskáld hafa ætlað sérstaklega til flutnings á tónleikum.  Auk þess verða, á kvöldtónleikunum, leikin samleiksverk f.selló og píanó
 
Tilgangurinn með grunnskólatónleikunum er að kynna fyrir börnum, í lifandi flutningi, hlutverk dansins í allri tónlist, en undirstaða þess listforms er einmitt hrynjandin og hreyfingin sjálf.
 
Sigurður og Daníel hafa um árabil staðið í fremstu víglínu íslenskrar tónlistar og eru með reyndustu tónlistarmönnum landsins.
 
Sigurður og Daníel munu leika fyrir nemendur í grunnskólum á Austfjörðum vikuna 29. okt. til 2.nóv.
á vegum verkefnisins
Tónlist fyrir alla
– skólatónleikar á Íslandi
 
Foreldrar á Djúpavogi athugið að börnin eiga að mæta í Djúpavogskirkju miðvikudaginn 31. október klukkan 8:05.
 
Skólastjóri
 
 
 


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.01:00:00
Hiti:2,1 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:16 m/sek
Vindhviður:20 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.01:00:00
Hiti:1,2 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:7 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.01:00:00
Hiti:1,7 °C
Vindátt:NNV
Vindhraði:2 m/sek
Vindhviður:5 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 29.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is